Fréttir: Klifur á Íslandi

 1. Hraðaklifurmót 2011

  20/8/2011 - 0

  Hraðaklifurmótið á Höfðatorgi tókst stórkostlega vel í ár, sól og blíða lék við mannskapinn og um 15 klifrarar spreyttu sig á turninum. Bryndís Muller og Kristján Þór Björnsson fóru með sigur af hólmi í kvenna og karlaflokki og hlutu ágætis vinninga frá Útilíf , Fjallakofanum og Klifurhúsinu. Einnig fá þau farandbikar hvor sem eru farnir […]

 2. Árleg Klifurkeppni Klifurfélags Reykjavíkur verður á Höfðatorgi næstkomandi laugardag þann 20. Ágúst og hefst kl. 12.31 Keppnin verður með svipuðu sniði og í fyrra, keppt er í 2 leiðum, ef að fyrri leiðin er kláruð má keppandi klifra seinni leiðina og er sá með styðsta samanlagða tímann  úr leiðunum sem fer með sigur af hólmi. […]

 3. Nú hafa ungir og efnilegir klifrarar alið manninn í Finnlandi síðustu vikuna. Þar sem árlegar norrænar æfingabúðir standa yfir. Íslenskir krakkar eru að taka þátt í annað sinn og fóru 7 ungmenni út, þar af 4 frá Klifurfélagi Reykjavíkur þau Bryndís, Alexander, Guðbjörn og Þór en 3 stelpur frá Björk í Hafnarfirði, þær Ríkey, Þóra […]

 4. Boltasjóður

  12/5/2011 - 0

    Boltasjóðskort Hnappavalla Allir sem að sækja í svæðið eru hvattir til að kaupa kortið/greiða kamargjaldið, en verndarar svæðisins munu spyrja eftir kortunum. Sjóðurinn er nýttur til að fjármagna kaup á nýjum boltum, augum og akkerum. Einnig fer hann í viðhald og uppbyggingu á tóft, útiborðum og kamri. Hægt er að nálgast kortið í Klifurhúsinu […]

 5. Um mánaðarmótin fóru níu ungmenni frá Klifurfélagi Reykjavíkur og Björk í Hafnarfirði til Bornholm í Damörku til þess að vera þátttakendur í Nordic Youth Camp. Aðalleiðbeinandi var enginn annar en Steve McClure, einn besti klifrari allra tíma. Hann skrifaði rosalega góð orð á Marmot UK bloggið um Bryndísi: But occasionally, very occasionally, I’m truly moved by someone’s […]

 6.   Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur samþykkt að styrkja Jafet Bjarkar, f.h. Klifurfélags Reykjavíkur, í að vinna verkefnið: Reykjavík Boulder, um allt að 75.000 kr. Jafet er þessa stundina að vinna að gerð leiðarvísis af búldersvæðum/ grjótglímusvæðum í nágrenni höfuðborgarinnar. Bæklingurinn verður í svipuðum anda og Jósepsdals leiðavísirinn. Glæsilegt framtak og þökkum við ÍBR fyrir þátttökuna.

1,2,3...