Grjótglímumótaröð

Stigagjöf

Stigagjöfin virkar þannig að allar leiðir gefa jafn mörg stig, en keppandi fær mismörg stig fyrir leið eftir því hve margar tilraunir hann þarf til að klára þrautina frá byrjun til enda:

 • Leið klifruð í fyrstu tilraun: 10 stig
 • Leið klifruð í annari tilraun: 7 stig
 • Leið klifruð í þriðju tilraun: 4 stig
 • Leið klifruð í fleiri en þremur tilraunum (fjórum og upp úr): 1 stig

Ein festa í hverri leið er merkt sérstaklega sem “bónus” festa. Ef gripið er í hana fæst 1 stig óháð því hvort klifrainn klári leiðina.

Dæmi:

Leið klifruð í 3. tilraun: 4 stig + 1 bónus stig = 5 stig

Leið klifruð í 1. tilraun: 10 stig + 1 bónus stig = 11 stig

Reglur

Veggurinn og fídusar

 • Þú mátt alltaf stíga á og taka í veggi og fídusa nema að tekið sé sérstaklega fram að það megi aðeins nota merktar hendur (MH) þá má ekki teka í veggi og fídusa en það má enn þá stíga á hvort tveggja.
 • Eina undantekiningin á þessu er ef það er búið að afmarka svæði sem “bannsvæði” þá má ekki snerta þann hluta veggjarins.

Að byrja og klára leið

 • Ef leið hefur tvö byrjunargrip þá þarf að halda í bæði þegar byrjað er á leiðinni. Undanþága: Ef klifrarinn nær ekki milli gripanna þá má byrja í öðru þeirra.
 • Leið telst kláruð þegar klifrari hefur sett báðar hendur á lokagripið og haldið þeim þar í tvær sekúndur. Ef þau eru tvö þarf að halda í bæði gripin.

Lokakall

 • Þegar mótið klárast gefa mótshaldarar merki en þeir sem eru byrjaðir á leiðum mega reyna að klára þá tilraun.

Bónusgrip

 • Þarf að taka í bónusfestuna til þess að fá stigið (þ.e. það þarft að hafa stjórn á hreyfingunni, ekki detta við hana. En það má t.d. klifra fyrir ofan bónusgripið og teygja sig síðan í það og þannig fá stigið. Ef þetta er gert má viðkomandi ekki vera búinn að klára leiðina). Það að stíga á gripið telst ekki sem snerting sem gefur bónusstigið.
 • Þegar búið er að klifra leiðina þá er ekki hægt að fara aftur í leiðina til þess að ná bónusstiginu.

Skammstafanir

BS: Byrja sitjandi (þeir sem ná ekki niður á gólf þurfa að byrja hangandi í gripunum með beinar hendur).

MH: Mátt ekki grípa í vegg né fídusa.

SF: Má stíga á skrúfuð grip. (Leiðasmiðir sem setja upp mót þurfa að passa sig að taka niður þau skrúfuðu grip sem eru mjög stór.)

MF: Má stíga á þau grip sem eru merkt með sama lit af teipi og leiðin sjálf (það má samt stíga á veggi og fídusa) .

AF: Má stíga á allar fótfestur.

Aldursflokkar

40 ára og eldri

 •  Keppa í 20 leiðum sem eru merktar með númerum frá 1 til 20.
 • Keppnistími: 2 klst.
 • Þeir sem keppa í þessum flokki eru einnig skráðir í 16 ára+ flokkinn.
 • Fá mótaraðarstig.
 • Krýndur er Íslandsmeistari í aldursflokknum.

16 ára og eldri (opinn flokkur)

 • Keppa í 20 leiðum sem eru merktar með númerum frá 1 til 20.
 • Keppnistími: 2 klst.
 • Fá mótaraðarstig
 • Krýndur er Íslandsmeistari í aldursflokknum.

13-15 ára

 • Keppa bæði í 6 svörtum leiðum (merktar A, B, C, D, E, F) og 20 númeruðum leiðum.
 • Sérstakar reglur: Klifra allar leiðir á AF.
 • Keppnistími: 2 klst.
 • Fá mótaraðarstig.
 • Krýndur er Íslandsmeistari í aldursflokknum.

9-12 ára

 • Keppa í 12 svörtum leiðum (merktar A, B, C, D, E, F, G, H, I, J, K, L).
 • Sérstakar reglur: Klifra allar leiðir á AL.
 • Keppnistími: 1 klst. og 30 mínútur.
 • Fá mótaraðarstig en þau eru birt í lok mótaraðar.
 • Krýndur er Íslandsmeistari í aldursflokknum.
 • Allir fá þátttökuverðlaun og auk þess sem það eru veitt verðlaun fyrir góðan árangur.

6-8 ára (yngri mega taka þátt með leyfi þjálfara)

 • Keppa bæði í 12 svörttum leiðum (merktar A, B, C, D, E, F, G, H, I, J, K, L) .
 • Sérstakar reglur: Klifra allar leiðir á AL.
 • Keppnistími: 1 klst.
 • Allir fá þátttökuverðlaun og auk þess sem það eru veitt verðlaun fyrir góðan árangur.
 • Ekki er leyfilegt að þátttakendur á þessum aldri keppa í næsta flokki fyrir ofan sig nema að einstaklingurinn sé á undan í skólakerfinu.

Einstaklingar geta keppt í flokki fyrir ofan sig (gildir ekki fyrir 6-10 ára og ekki má keppa í flokki 40 ára+ nema ef klifrari hefur náð tilskildum aldri). Ef keppandi í 11-12 ára flokki ákveður á öðru móti vetrarins að keppa í næsta flokki fyrir ofan sig færast mótastigin sem hann vann á fyrsta mótinu í 13-15 ára flokkinn og eru mótaraðarstiginn fyrir fyrsta mótið reiknuð upp á nýtt. Þetta á aðeins við ef ákvörðun um að keppa upp fyrir sig er tekin á þessum tímapunkti.

Mótaraðarstig

Efstu tíu keppendur í hverjum flokki sem fá mótaraðarstig; mismörg eftir því í hvaða sæti þeir lenda (sjá lista hér að neðan). Mótaraðarstigin eru síðan notuð til að reikna út í lok mótaraðarinnar hverjir hreppa Íslandsmeistaratitila og hverjir fá keppnisrétt á Bikarmóti. Ef tveir eða fleiri keppendur lenda í sama sæti á móti fá þeir þann fjölda mótaraðarstiga sem efsta sætið sem þeir deila ætti að fá en næsti fyrir neðan þá fær mótaraðarstig m.v. það sæti sem hann vermir. Dæmi: Ef tveir aðilar lenda í öðru sæti eru þeir skráðir í 2-3 sæti og fá 18 mótaraðarstig hvor en sá sem er fjórði í röðinni fær 12 mótaraðarstig.

 1. sæti: 25 mótaraðarstig
 2. sæti: 18 mótaraðarstig
 3. sæti: 15 mótaraðarstig
 4. sæti: 12 mótaraðarstig
 5. sæti: 10 mótaraðarstig
 6. sæti: 8 mótaraðarstig
 7. sæti: 6 mótaraðarstig
 8. sæti: 4 mótaraðarstig
 9. sæti: 2 mótaraðarstig
 10. sæti: 1 mótaraðarstig

Íslandsmeistaratitillinn 

Til að eiga möguleika á titlinum þarf viðkomandi að taka þátt í a.m.k. þremur mótum í mótaröðinni. Sá sem fær felst mótaraðarstig í þremur bestu mótunum sínum landar titlinum.

Aðeins einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt geta gert tilkall til Íslandsmeistaratitils. Öllum er hins vegar velkomið að taka þátt í keppninni sem gestakeppendur en þeir raðast ekki í sæti þegar úrslit mótaraðarinnar eru reiknuð út. Gestakeppenur geta þó lent í sætum á einstakla mótum og fá mótaraðarstig eins og aðrir keppendur.

Úrskurður við jafntefli

Ef tveir eða fleiri aðilar deila sæti (gildir um efstu sex sætin) í lok mótaraðarinnar þá er skorið um það sæti á Bikarmótinu.

Dæmi: Ef klifrari A og B eru báðir með 65 mótaraðastig lenda í 1.-2. sæti á mótaröðinni þá þarf að skera úr um þessi sæti á Bikarmótinu. Þar lendir A í 3. sæti en B lendir í 5. sæti. Þar af leiðandi er A krýndur Íslandsmeistari en B lendir í öðru sæti á Íslandsmeistaramótaröðinni.

Keppnisréttur á Bikarmóti

Keppendur í opna flokkinum (16 ára+) og 13-15 ára flokkinum geta fengið keppnisrétt á Bikarmótinu. Þeir 6 keppendur sem fá flest mótaraðarstig í sínum þremur bestu mótum komast inn á Bikarmót í lok Íslandsmeistaramótaraðarinnar. Ef keppandi keppir í færri en þremur mótum hefur hann samt sem áður möguleika á að komast á bikarmótið en þá telja þau mót sem viðkomandi mætti ekki á sem núll stig. Komi það fyrir að 2 eða fleiri deila með sér 6. sæti eftir 4 mót í Íslandsmeistaramótaröð er skorið úr um hver þeirra kemst inn á Bikarmótið með því að telja samanlögð mótastig þriggja bestu móta í Íslandsmeistaramótaröðinni.