Fréttalisti

  1. Vegna þess að frábær mæting hefur verið í aukatíma hjá námskeiðum N1 og N2 fyrir 8-12 ára höfum við ákveðið að skipta honum í tvennt á þriðjudögum, tímarnir verða framvegis: N1 8-10 ára kl. 16-16:40 N2 11-12 ára kl. 16:50-17:30 sjáumst 😀

  2. Þá er Klifurfélag Reykjavíkur orðið tíu ára og gekk afmælisdagurinn vonum framar. Fjölmennt var í veisluna og húsið fullt af gleði. Formaður flutti ræðu og veitti viðurkenningu til stofnenda félagsins fyrir gott og óeigingjart starf í þágu félagsins sem Björn Baldursson tók á móti. Svo gæddu gestir sér á risaköku, hlustuðu á Hróðmar spila á […]

  3. Í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá stofnun Klifurfélags Reykjavíkur munum við efna til viðeigandi afmælisveislu en þann 13. febrúar árið 2002 stofnuðu 19 frábærir frumkvöðlar félagið. Samhliða veislunni mun íslandsmeistaramótið í stökki eða “dænói” fara fram en nánar um reglur mótsins má finna hér. Þér og þínum er boðið til að gleðjast […]

  4. Þá fer heldur betur að styttast í að workshopp verkefnið okkar fari af stað, en Anton Johansson lendir á morgun. Hér fyrir neðan má sjá breytta opnunartíma og tímasetningar fyrir workshop/klifursmiðjurnar sem allir eru búnir að skrá sig á. Athugið að á miðvikudegi er venjuleg opnun.