Fréttalisti

  1. Þá er mót 4 búið og mótaröð vetrarins 2011-2012 þar með lokið. Góð þáttaka hefur verið á mótunum í vetur og skemmtileg fjölbreytni í mótsleiðum og eiga þrautasmiðir hrós skilið fyrir vel unnin störf. Alls tóku yfir 100 manns þátt í mótunum í vetur en 98 skiluðu inn stigum, áberandi er hversu keppnin hefur aukist […]

  2. Mót 4 – Lokamótið-

    18/3/2012 - 0

    Þá er komið að lokamótinu í mótaröðinni 2011-2012, það verður haldið með hefðbundnum hætti sunnudaginn 25. mars. Leiðirnar í húsinu verða skrúfaðar niður á föstudagskvöldi 23. mars og er öllum velkomið að hjálpa til og fá pítsusneið að launum. Húsið er svo lokað á laugardegi á meðan 20 keppnisleiðir eru skrúfaðar upp. Á sunnudaginn keppa […]

  3. Norðurlandabúðir ungmenna í klifri verða haldnar á Íslandi í sumar þann 1.-7. júlí, 10 ungmenni komast að frá hverju landi og geta íslenskir klifrarar sem eru að æfa í Björkinni eða hjá Klifurfélagi Reykjavíkur og eru fæddir á árunum 94′-99′ leitað til þjálfara sinna til fyrir frekari upplýsingar og umsóknarblað.  

  4.   Þá er norðurlandamótinu í grjótglímu 2012 lokið í Kaupmannahöfn og íslenski hópurinn stóð sig með prýði. Hér má sjá lokaúrslitin og hér eru árangur hópsins okkar: Flokkur Sæti Valdimar Björnsson Senior 9. Andri Már Ómarsson Junior 7. Hilmar Ómarsson Youth A 13. Bryndís Muller Youth B 10.          

  5. Næstu helgi fer fram norðurlandamótið í grjótglímu. Mótið fer fram í Kaupmannahöfn og munu Andri Már Ómarsson, Bryndís Muller, Hilmar Ómarsson og Valdimar Björnsson klifrarar frá Klifurhúsinu keppa öll í sitthvorum flokknum. Keppnin hefst á laugardag með undanúrslitum en þá er keppt í 10 mismunandi leiðum og keppa svo þeir stigahæstu í úrslitum á sunnudegi, […]

  6. Næsta vídjókvöldið verður þriðjudaginn 13. mars kl. 20 á 2.hæð/ísalp sal Klifurhússins. Sýnd verður heimildarmynd um hinn magnaða Adam Ondra sem virðast enginn takmörk sett, allavega ekki í klifri. Myndin er tekin upp á einu ári en á þeim tíma klifrar hann meðal annars leiðirnar Marina Superstar (5.15a/b) í Sardiníu og Golpe de estado (5.15b) í […]