Klifur Yoga í Desember

1/12/2013 - Birtist í: Klifurhúsið

Klifurhúsið mun bjóða korthöfum uppá Yoga með Ásu Sóley í desember

Ása kennir Yoga hjá Yoga-Shala og hefur einnig stundað klifur í mörg ár. Æfingarnar sem hún hefur valið henta því vel fyrir klifrara.

Við hvetjum alla til að nýta sér þetta tækifæri og skrá sig sem fyrst, en tímarnir eru fríkeypis fyrir korthafa.

Ef áhugi er fyrir hendi munum við halda áfram með tímana á nýju ári

Hér má skrá sig í tímana 

Tímarnir munu hefjast kl. 20 og verða á miðvikudögum þann 4. des, 11. des og svo 18.des. Við hvetjum þá sem eiga sína eigin mottu að taka hana með 🙂

Screen Shot 2013-12-01 at 22.18.24

 

Hér er smá texti frá Ásu um hennar yoga feril og uppbyggingu tímanna

Ég hef stundað yoga í næstum 5 ár núna og útskrifaðist sem yogakennari í Apríl 2013. Eftir að ég var búin að stunda yoga í smá tíma áttaði ég mig á því hvað það er margt sameiginlegt með yoga og klifri. Í yoga er lögð mikil áhersla á öndun, einbeitingu, jafnvægi og að beita líkamanum rétt til að komast dýpra í stöðurnar og forðast meiðsli. Mér finnst rosalega spennandi að geta sameinað áhuga minn á klifri og yoga með því að kenna yoga fyrir klifrara með áherslu á allt það sem þarf til að líkaminn verði sterkari og liðugri og gerir klifrið kannski örlítið auðveldara. Yoga tímarnir í Klifurhúsinu verða settir saman með klifrara í huga og við munum einbeita okkur að þeim svæðum líkamans sem þarf að styrkja, þeim vöðvum sem þarf að teygja vel á, vinna í jafnvæginu og þeim liðamótum sem þarf að opna. Við munum einbeita okkur að önduninni og læra hvernig við getum náð stjórn á henni til að hún hjálpi okkur að róa hugann og að komast auðveldar í gegnum hverja einustu yogastöðu og klifurleið.

 1. Hæ hæ, get ég skráð mig í yoga tímann?

  Mbkv. Una
  #361

  Skrifað af Una Bjarnadóttir
  - Reply
 2. Verður þetta námskeið nokkuð aftur eftir áramót ?

  Skrifað af Margrét Erla
  - Reply

Skrifa...

Your email address will not be published. Required fields are marked *