Fréttalisti

  1. Þá er öðru bikarmóti Klifurfélags Reykjavíkur lokið. Mótið var hörkuspennandi og keppnin jöfn í öllum flokkum, meira að segja það jöfn að skera þurfti úr um bikarmeistara kvenna 16 ára og eldri með æsispennadi bráðabana á milli Hjördísar og Sigríðar þar sem Hjördís hafði betur. Framsetning stiga er þannig: Fjöldi Toppa / Tilraunir | Fjöldi Bónusa / […]

  2. Boðað er til aukafundar fimmtudaginn 5. maí 2016 kl. 20:00 í samkomusal Klifurhússins. Lagðir verða fram reikningar félagsins fyrir 2015 með réttum skýringum.

  3. AÐALfundur 2016

    17/4/2016 - 0

    Aðalfundur Klifurfélags Reykjavíkur fór fram þann 14. apríl og sátu 15 manns fundinn með stjórn meðtaldri. Farið var yfir ársskýrslu félagsins og reikningar lagðir fram samkvæmt lögum félagsins. Fundarstjóri var Elmar Orri Gunnarsson. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fór yfir ársreikning og Guðjón Snær Steindórssons fór yfir aðalatriði úr ársskýrslu, og skiptu þeir með sér að rita fundinn. Ársreikningar […]

  4. Til að auka klifurtíma korthafa verður bætt við morgunopnunum frá og með 12. apríl, á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 7-9 Við hvetjum korthafa til að nýta sér opnanirnar og næla sér í góða klifuræfingu fyrir daginn og fjölmenna. Athugið að þessir tímar eru einungis ætlaðir korthöfum og því verður ekki klifurbúðin opin þó starfsmaður […]

  5. Það verður lokað í Klifurhúsinu þann 21. apríl næstkomandi, og mælum við með því að fólk drífi sig út að klifra í staðinn! Gleðilegt (bráðum) SUMAR !