Skráning á sumarnámskeið 2017

17/5/2017 - Birtist í: Klifurhúsið

Klifurhúsið heldur heilsdags vikulöng sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Námskeiðin eru frá 6.júní-18.ágúst. Markmið námskeiðsins er að kynna stelpum og strákum fyrir klifuríþróttinni og njóta útiveru.

Uppbygging

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa komið síðustu sumur eða verið að æfa í vetur. Við bjóðum upp á bæði grunnnámskeið og framhaldsnámskeið

Allir dagar byrja og enda í Klifurhúsinu, en námskeiðið fer samt að mestu fram úti í Laugardalnum, Öskjuhlíðinni, Húsdýragarðurinn, Elliðaárdalnum eða nálægum stöðum. Þangað er ýmist gengið eða farið með strætó. Dagarnir byrja á leikjum og klifuræfingum, áður en haldið er í útiklifur eða útileiki.

Kynntar eru helstu gerðir klifuríþróttinnar: grjótglíman og línuklifrið sem báðar er hægt að stunda bæði innandyra og utan. Þátttakendur kynnast helsta búnaði klifurheimsins á meðan þau njóta útiverunnar og leika sér.

 • Námskeiðin hefjast alla daga kl. 9 og eru til 16
 • 3 holl af nesti þarf yfir daginn
 • Þægilegan íþróttafatnað og útiföt eftir veðri
 • Góðan bakpoka
 • Sundföt og handklæði fyrir fimmtudag
 • Ekki verra að hafa með vasaljós eða höfuðljós
 • Nánar um dagskrána hér til hliðar í handbókinni

Gæsla fyrir og eftir:

 • Boðið er upp á gæslu frá 8:30 og milli 16-17 fyrir og eftir námskeiðið
 • Verð fyrir þjónustuna er : 2.500 kr aukalega

Tímasetningar og skráning

Vinsamlegast athugið að ekki er leyfilegt að skrá barn á fleiri en eitt námskeið aðeins til að tryggja því pláss. Ef barn er skráð á fleiri en eitt námskeið reiknum við með því að það sæki þau öll.

Námskeið 6-7 ára

Skráning 6-7 ára 6.-9. júni

Skráning 6-7 ára 12.-16. júni

Skráning 6-7 ára 3.-7. júli

Skráning 6-7 ára 17.-21. júli

Skráning 6-7 ára 24.-28. júli

Skráning 6-7 ára 8.-11. ágúst

Skráning 6-7 ára 14.-18. ágúst

Námskeið 8-10 ára

Skráning 8-10 ára 6.-9. júni

Skráning 8-10 ára 12.-16. júni

Skráning 8-10 ára 19.-23. júni

Skráning 8-10 ára 26.-30. júni

Skráning framhalds 8-10 ára 3.-7. júli

Skráning 8-10 ára 10.-14. júli

Skráning 8-10 ára 17.21. júli

Skráning framhalds 8-10 ára 24.-28. júli

Skráning 8-10 ára 31. júli – 4. ágúst

Skráning 8-10 ára 14. – 18. ágúst

Námskeið 11-12 ára

Skráning 11-12 ára 19. – 23. júni

Skráning 11-12 ára 10. – 14. júli

*4 daga námskeið, verð 20.800 kr. Framhaldsnámskeiðin eru fyrir þau sem hafa komið áður eða hafa verið á æfingum í vetur.

Verð og greiðslumáti

ATH. Ekki ganga frá greiðslu fyrr en þið fáið staðfestingu á að barnið sé skráð og ekki sé fullt á námskeið.

 • Hvert námskeið kostar 26.000 kr (nema annað sé tekið fram)
 • Athugið að það þarf að gera upp námskeiðin minnst 7 dögum áður en þau hefjast til að tryggja sæti
 • Hægt er að gera upp í afgreiðslu Klifurhússins á opnunartíma eða með millifærslu (kt. 410302-3810, rkn. 111-26-503810)

Afsláttur

 • 10% afsláttur er veittur þeim sem gera upp námskeiðin fyrir 1. júní (afslátturinn bætist ofan á aðra)
 • 20% systkinaafsláttur er veittur (ath. aðeins er veittur afsláttur á annað barnið)
 • Börn sem eiga árskort fá 30% afslátt

Innifalið

 • Grillveisla á föstudegi: Pylsa og safi
 • Leiga á klifurbúnaði (hjálmur, kalk, klifurbelti og klifurskór)

 

 

 1. Sael..mig langar ad skra daetur minar a namskeid hja ykkur. 6-7 ara hopur og vikuna 8-11 agust. Thaer heita Gabriella og Imogen og eg get kikt nidur eftir til ykkar a morgun eda manudag til ad greida? hvad tharf eg ad senda i gegn?
  kv
  Sara

  Skrifað af sara jakobs
  - Reply
 2. Góðan daginn,

  ég er með tvær stelpur (á 8. ári og 11. ári) sem báðar hgafa komið áður og myndu þá fara á framhaldsnámskeið.

  Mig langaði að athuga hvort þær ,yndu falla í sitt hvorn flokkinn eða hvort ég gæti mögulega haft þær saman eins og á framhaldsnámskeiði 8-10 ára þar sem 11-12 ára námskeiðin passa ekki hvað varðar dagsentingar.

  Takk, takk,
  Aldís

  Skrifað af Aldís
  - Reply
 3. Er ekkert framhaldsnámskeið fyrir 11-12 ára?
  kveðjur,
  Elín

  Skrifað af Elín
  - Reply

Skrifa...

Your email address will not be published. Required fields are marked *