Tóftinni á Hnappavöllum hefur verið læst

18/9/2017 - Birtist í: Boltasjóður, Hnappavellir, Klifur á Íslandi

Tóftinni, aðstöðu klettaklifrara við Miðskjól, hefur verið læst en húsið hefur staðið opið allt frá því að það var fullbyggt árið 2010. Húsið er einungis ætlað klettaklifrurum sem borga í Boltasjóð auk þess sem landeigendur hafa rétt á notkun.
Því miður hafa aðrir, svo sem ferðaþjónustuaðilar, leiðsögumenn og almennir ferðamenn, nýtt sér húsið í auknum mæli og umgengni farið versnandi. Þetta veldur óþægindum fyrir klifrara jafnt sem landeigendur. Það er því óhjákvæmilegt fyrir Klifurfélag Reykjavíkur að læsa Tóftinni og takmarka þannig aðgang.

Öllum klettaklifrururm og samferðamönnum þeirra, íslenskum sem erlendum, er eftir sem áður að sjálfsögðu velkomið að nota Tóftina, sem og aðra aðstöðu við Hnappavallahamra, svo framarlega að þeir hafi greitt árlegt gjald í Boltasjóð.

Lykill að Tóftinni er geymdur í lyklahúsi með talnalás sem festur er á framhlið hússins. Allir þeir sem greitt hafa árgjald í Boltasjóð Klifurfélags Reykjavíkur, fá uppgefið númer sem opnar lyklahúsið. Númerinu má ekki dreifa til annarra. Númerinu verður breytt árlega. Við brottför frá Hnappavöllum þarf að læsa húsinu en gæta skal þess að í húsinu sé ekki búnaður annarra dvalargesta sem ekki hafa aðgangsnúmerið.

Hjálpumst að við að halda umgengni á Hnappavöllum til fyrirmyndar. Við erum gestir á landareign Hnappavallabænda – sýnum virðingu!

Skrifa...

Your email address will not be published. Required fields are marked *