Bikarmeistarmót Íslands í grjótglímu helgina 30-31. mars. 

21/3/2019 - Birtist í: Klifurhúsið

Framundan er Bikarmeistarmót Íslands í grjótglímu helgina 30-31. mars.
Mótshaldarar eru Smiðjuloftið og Klifurfélag ÍA á Akranesi og Klifurhúsið í Reykjavík.
Upplýsingar um mótafyrirkomulag.

– Mótið er opið öllum klifrurum.
– Í undanúrslitum klifra allir keppendur í sama flokki á sama tíma.
– Klifraðar eru 12-15 leiðir og komast sex stigahæstu keppendur áfram í úrslit.
– Í úrslitum klifra keppendur þrjár leiðir og klifrar einn keppandi í einu úr hverjum flokki. Aðrir keppendur er í einangrun á meðan.
– Keppendur hafa sléttar fjórar mínútur til að ljúka leið.
– Nánar um reglur fyrir bikamót má finna hér:

https://docs.google.com/…/13lKamyydeKEyQfW047LTBt2S2p…/edit…

Dagskrá

Laugardagur: Smiðjuloftið
11:00-12:30 Undankeppni fyrir C flokk
13:30-15:00 Undankeppni fyrir B flokk

Sunnudagur: Klifurhúsið
11:00-13:30 Úrslit fyrir C og B flokk
14:00-15:30 Undankeppni fyrir A flokk og fullorðinsflokk
16:15-17:45 Úrslit fyrir A og fullorðinsflokk

Skráning:

– Flokkar C og B: Hjá þjálfara viðkomandi félags. Keppendalista skal skilað til Klifurfélags ÍA (iaklifur@gmail.com) eigi síðar en á hádegi 28. mars.

– Flokkur A og fullorðinsflokkur: Sjá hlekk.

https://docs.google.com/…/1FAIpQLSfNWUUBEQKfOVeWCg…/viewform

Mótsgjald: 1000 kr + aðgangseyrir í sal á keppnisstað (1000kr börn / 1300kr fullorðnir)
Athugið að klifrarar sem eiga kort eða greiða æfingagjöld í sal greiða ekki aðgangseyri.

Klifrarar sem aðstoða við mót, t.d. við dómgæslu, greiða ekki mótagjald.

Með von um gott mót, 
 

Skrifa...

Your email address will not be published. Required fields are marked *