Opnað hefur verið fyrir skráningar á vorönn 2020 og hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst

11/12/2019 - Birtist í: Klifurhúsið

Æfingartímabilið er frá 6. janúar og endar 10. maí. Tekið verður páskafrí í apríl.

Athugið að ekki er hægt að greiða fyrir æfingarnar fyrr en í janúar. Þetta er gert þannig því það er ekki hægt að úthluta frístundastyrkjum fyrr en þá.

Búnaður

Iðkendur fá lánaða klifurskó, kalk og annan búnað, en eiga að vera klædd í þægileg íþróttaföt.

Mót

Þær æfingar sem eru um helgar falla niður eftirfarandi daga vegna Íslandsmeistaramóta

30. jan – 1. feb. 2020 (RIG) Reykjavík International Games og Íslandsmeistaramót 1

7. og 8. mars Íslandsmeistaramót 2

En við hvetjum alla iðkendur að taka þátt í mótunum, eða kíkja við 🙂

Í lokinn viljum við benda ykkur á að læka Facebook-síðuna okkar. En þar munum við setja tilkynningar um mót og aðra viðburði.

 1. Ég myndi vilja skrá strákinn minn, Darra Martín á klifurnámskeið frá janúar til maí. Hann er fæddur 2009, er 10 ára síðan í ágúst. Getið þið staðfest að hann er skráður hjá ykkur? Við viljum skrá hann einu sinni í viku.

  Skrifað af Elín Hrund Heiðarsdóttir
  -
 2. Skráning fyrir Óliver Þór Guðjónsson -5 ára- 2014. Í námskeið sem haldið er á sunnudögum.

  Skrifað af Rakel
  -
 3. Góðan daginn.
  Dóttir mín, Anna Regína Viðarsdóttir (kt. 060107-2030) æfði með framhaldshóp núna í haust (2019) og vill æfa áfram, en með byrjendum (þetta var of þungt fyrir hana).
  Málið er að eini tíminn sem hentar eru þriðjudagar 16:45-18:45, 11-12 ára (en hún verður 13 í janúar).. gæti það gengið?
  Kær kveðja
  Ellen
  S. 854-1410

  Skrifað af Ellen Halldórsd.
  -