Aðalfundur KfR á Zoom 28.04.2021

27/4/2021 - Birtist í: Klifurhúsið

Aðalfundur Klifurfélags Reykjavíkur verður annað kvöld (28.04.2021) kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn á Zoom og við hvetjum alla félagsmenn til að mæta! Það er alltaf áhugavert fyrir klifrara að kynnast innri starfsemi félagsins og Klifurhússins ásamt því að sjá kunnuleg andlit utan klifursalsins!

Allir þeir sem eiga þriggja mánaða, sex mánaða og árskort í Klifurhúsinu eru meðlimir í Klifurfélagi Reykjavíkur og hafa kosningarrétt á fundinum. Þrjár lagabreytingar verða lagðar fram á fundinum en sýnishorn af þeim fylgir hér fyrir forvitna og einnig verður kosið um sæti tveggja meðstjórnenda.

Linkur á fundinn: https://zoom.us/j/99666070574?pwd=eElLV0w2a28xcDF4VW1YZW1SamdWdz09

Lokað er fyrir athugasemdir