Vegna Covid-19 Klifurhusid 15 mars, 2020

Vegna Covid-19

Kæru klifrarar

Fulltrúar Klifurfélag Reykjavíkur funduðu í dag 15. mars til að ákveða hver næstu skref verða eins langt og það getur náð í því einstaka ástandi sem er í gangi í samfélaginu í dag.

Vinna er hafin við útfærslu á hvernig fyrirkomulag æfinga og opnunartíma getur orðið en félagið þarf að fara eftir þeim fyrirmælum í 4.gr auglýsingar um takmörkun á skólastarfi vegna farsótta.
Þar kveður á um:
·         Ekki fleiri en 20 manns séu í sama rými og iðkendur blandist ekki milli hópa.
·         Skipuleggja skal æfingar/fundi/viðburði á þann hátt að tveir metrar séu á milli einstaklinga.

Mánudaginn 16. mars og þriðjudaginn 17. mars munu allar æfingar falla niður og Klifurhúsið lokað fyrir alla. Dagarnir munu fara í það að skipuleggja framhaldið. Við munum síðan senda út tilkynningu í framhaldinu með skipulagi fyrir vikuna á foreldra og forráðamenn.

Athugið að í vinnslu eru leiðbeiningar til okkar varðandi samkomubannið og hvaða áhrif það mun hafa á  starfsemi íþróttafélaga og starfsemi í íþróttamannvirkjum. Það má því búast við því að málin skýrist og að svör fáist við mörgum spurningum yfir helgina.

Ef það eru einhverjar spurningar vinsamlegast sendið þær á klifurhusid@klifurhusid.is

English

The board of Klifurhúsið has decided to close Monday 16. and Tuesday 17. of March.

We are working on how the new emergency laws will effect the club.

Keep in mind

Wash your hands before and after

Keep 2 m. distance between each other

Don’t touch your face during the session

And don’t come if you are sick

We will keep you updated and thank you for your understanding.

If you have any questions send to klifurhusid@klifurhusid.is

]]>
Scroll to Top