fbpx
Aðalfundur KfR. 28. apríl 2021 kl. 20:00 thurasoley 9 apríl, 2021

Aðalfundur KfR. 28. apríl 2021 kl. 20:00

Boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 20:00. Fundurinn verður annaðhvort í samkomusal Klifurhússins eða haldinn rafrænt, endaleg ákvörðun um það verður tekin síðar og auglýst í kjölfarið. Allir félagar í Klifurfélagi Reykjavíkur hafa atkvæðisrétt á fundinum (þeir sem eru með 3ja mánaða kort, hálfsárs- og árskort í Klifurhúsinu).

Verkefni aðalfundar eru:

a. Skýrsla stjórnar

b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar síðsta árs

c. Lagabreytingar, tillögur berist stjórn með a.m.k. viku fyrirvara

d. Kjör meðstjórnenda, framboð berist stjórn með a.m.k. viku fyrirvara

f. Kjör tveggja skoðunarmanna

g. Önnur mál.

Lagabreytingartillögur Stjórn vill koma þeim upplýsingum til félagsmanna að lagabreytingartillögur skal senda á klifurhusid@klifurhusid.is eigi síðar en kl. 20:00 þann 27. apríl 2021.

Framboð Stjórn óskar eftir framboðum í tvö sæti meðstjórnenda til tveggja ára ásamt því að kosið verður um varaformann.

Tilkynningar um framboð skal senda á klifurhusid@klifurhusid.is eigi síðar en kl. 20:00 þann 27. apríl. Frambjóðendur geta sent kynningarbréf um framboðið á sama netfang sem verður aðgengilegt á heimasíðu Klifurhússins.

]]>