fbpx
Aðalfundur Klifurfélags Reykjavíkur fór fram þann 19. maí síðastliðinn. Klifurhusid 20 maí, 2020

Aðalfundur Klifurfélags Reykjavíkur fór fram þann 19. maí síðastliðinn.

Ágætis mæting var á aðalfund eða um 20 manns.

Farið var yfir ársskýrslu félagsins og reikningar lagðir fram samkvæmt lögum félagsins. Fundarstjóri var Bjarnheiður og Þuríður Sóley var ritari.

Kosningar í stjórn fóru fram og þau Kristinn, Jonni, Aníta og Sigtryggur buðu sig fram. Kosið var um tvö sæti til tveggja ára en fráfarandi meðstjórnendur (Jonni og Krissi) buðu sig fram í endurkjör. Aníta og Sigtryggur (Diddi) buðu sig einnig  fram.
Eftir metnaðarfullar framboðsræður voru það Jonni og Diddi sem hrepptu sætin.
Kærar þakkir Krissi fyrir vel unnin störf.

Hilmar var sjálfkjörin formaður. Rósa og Valdi sitja áfram til ársins 2021

Óskum nýjum stjórnarmeðlimum  og endurkjörnum til lukku.

Ársskýrsla og fundargerð verða sett inn á síðuna fljótlega

]]>