Æfingar 9-10 ára admin 22 október, 2021

ÆFINGAR

9 - 10 ÁRA

Jákvæðni og leikur er grunnurinn af æfingunum, og markmiðið að iðkendur öðlist jákvæða reynslu af íþróttaiðkun.

Reynt er að þjálfa hreyfiþroska iðkenda með áherslu á styrk, tækni, liðleika og jafnvægi. iðkendur læra að umgangast klifursalinn og kynnast hinum mörgu hliðum íþróttarinnar eins og kalknotkun, mismunandi gripum og einnig fá þau að kíkja í línuklifur.

Ath. skráningarkerfið Nóri virkar þannig að fyrst þarf að skrá barn á vikudaga og síðan fjölda æfinga á viku.

Þannig þarf að skrá tvisvar ef æfa á einu sinni í viku, þrisvar ef á að æfa tvisvar í viku, fjórum sinnum ef á að æfa þrisvar í viku og fimm sinnum ef á að æfa fjórum sinnum í viku.

VERÐ OG SKRÁNING

Skráning fer fram á Nóra og þarf að greiða fyrir æfingar um leið og gengið er frá skráningu (sjá HÉR leiðbeiningar fyrir Nóra). Athugið að aðeins er hægt að greiða fyrir æfingar gegnum Nóra. Hægt er að skipa greiðsluseðlinum í fernt.

Verð fyrir 1 æfingu á viku: 27.000 kr.
Verð fyrir 2 æfingar á viku: 45.000 kr.
Verð fyrir 3 æfingar á viku: 53.000 kr.
Verð fyrir 4 æfingar á viku: 60.000 kr.

Verð fyrir framhaldsæfingar: 50.000

Greiða má með greiðsludreifingu í allt að 4 mánuði.

*10% systkinaafsláttur (afslátturinn reiknast af æfingargjöldum allra systkina)

UPPLÝSINGAR

Miðað er við fæðingarár. Þessi hópur er fyrir börn í 4-5 bekk.

Ath. Framhaldshópurinn er eingöngu fyrir börn sem hafa áður verið að æfa klifur og hafa náð ákveðnu getustigi. Það er lokuð skráning í þann hóp sem fer fram í samráði við þjálfara og börnin æfa fast tvisvar í viku. Þau geta bætt við sig almennum æfingum ef þess er óskað. 

Upplýsingaflæði til foreldra fer fram í gegnum Facebookhópinn:
Foreldrar barna í KH.

Tímasetningar:
Mánudaga: kl. 17:30-18:30
Miðvikudaga: kl. 16:15-17:15
Föstudaga: kl. 17:30-18:30
Laugardaga: kl. 11:15-12:15
Sunnudaga: kl 12:30-13:30

Framhaldshópur (lokuð skráning):
Þriðjudaga: 17:00-18:30
Fimmtudaga: 17:00-18:30