Framhaldshópur 16-25 ára admin 28 október, 2021

FRAMHALDSHÓPUR

16 - 25 ÁRA

Framhaldshópurinn er æfingahópur fyrir reynda klifrara sem hafa verið að æfa hjá Klifurhúsinu eða öðru klifurfélagi. Hópurinn er bæði ætlaður fyrir íþróttafólk sem hefur áður verið í afreksstarfi en stefnir ekki á frekari afreksþjálfun í bili og vilja æfa klifur án þess að einblínt sé á árangur á mótum og fyrir þá sem eru orðnir of gamlir fyrir almennu 15-17 ára æfingarnar.

Á æfingunum sjálfum verða tvö markmið höfð í leiðaljósi og þau eru annars vegar að efla getu klifrarans og hins vegar að hámarka ánægjuna af íþróttaiðkuninni.

Benjamin Mokry, framkvæmdarstjóri Klifurhússins, verður yfirþjálfari hópsins og við lofum hágæða æfingum með miklu peppi og stemningu.

VERÐ OG SKRÁNING

Skráning fer fram á Nóra og þarf að greiða fyrir æfingar um leið og gengið er frá skráningu. Athugið að aðeins er hægt að greiða fyrir æfingar gegnum Nóra.

Verð fyrir vorönn: 50.000 kr

Greiða má með greiðsludreifingu í allt að 4 mánuði.

10% systkinaafsláttur (afslátturinn reiknast af æfingargjöldum allra systkina)

TÍMASETNINGAR

Þriðjudaga: 18:30 – 20:30
Fimmtudaga: 18:30 – 20:30