FRAMHALDSHÓPUR
16 - 22 ÁRA
Framhaldshópurinn er æfingahópur fyrir reynda klifrara sem hafa verið að æfa hjá Klifurhúsinu eða öðru klifurfélagi. Hópurinn er bæði ætlaður fyrir íþróttafólk sem hefur áður verið í afreksstarfi en stefnir ekki á frekari afreksþjálfun í bili og vill æfa klifur án þess að einblínt sé á árangur á mótum og fyrir þá sem eru orðnir of gamlir fyrir almennu 15-17 ára æfingarnar en hafa verið að æfa klifur í félaginu.
Á æfingunum sjálfum verða tvö markmið höfð í leiðaljósi og þau eru annars vegar að efla getu klifrarans og hins vegar að hámarka ánægjuna af íþróttaiðkuninni.
Allar upplýsingar um æfingagjöld, skráningu og stundatöflu má finna hér: Helstu upplýsingar
Foreldrahóp Klifurhússins á FB: Foreldrar barna í KH
Previous
Next