Liðleikanámskeið admin 28 október, 2021

LIÐLEIKANÁMSKEIÐ

FYRIR KLIFRARA

Liðleikanámskeiðið er samvinnunámskeið milli Klifurhússins og Primal. Þetta er fjögurra vikna námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á því að bæta liðleika sinn með markvissum hætti og með það fyrir leiðarljósi að ná betri árangri í klifri.

Helsta markmið námskeiðsins er að gera iðkendur sjálfstæða í eigin liðleikaþjálfun og verður því farið yfir hinar mismunandi tegundir liðleika, hvernig þær gagnast klifrurum og hvernig iðkendur geta æft liðleika ásamt klifrinu. Samhliða því verður farið yfir helstu hreyfingar liðamóta sem að klifrarar nota og hvernig við bætum bæði liðleika og styrk í þeim.

Til að ná markmiðinu um að klifrarinn geti farið á eitt námskeið og útskrifast svo með nægilega þekkingu til að skipuleggja sína eigin liðleikaþjálfun eru takmörkuð pláss í boði og aðeins 8 þátttakendur eru á hverju námskeiði fyrir sig.

Helgi Freyr frá Primal kennir námskeiðið en hann sérhæfir sig í liðleikaþjálfun og þá sérstaklega fyrir þá sem iðka íþróttir og er sjálfur klifrari í Klifurhúsinu ásamt því að hafa fengið fjölmarga klifrara til sín í Primal og þekkir því einstaklega vel hverjar liðleika þarfir klifrara eru og námskeiðið fer fram í Primal.

VERÐ OG SKRÁNING

Verð: 18.000 kr.
*Ath. árskortshafar  Klifurhússins fá 20% afslátt og greiða 14.400 kr.

Tími: Laugardaga frá kl. 11:00 – 12:15. Gott er að hafa í huga að ef iðkandi missir af einum eða fleiri tímum þá sendir Helgi myndbönd og leiðbeiningar um það sem var farið yfir í tímanum.

Staðsetning: Primal, Faxafeni 12.

DAGSETNINGAR

Næstu námskeið:

23. október – 13. nóvember
27. nóvember – 18. desember