Klifur 1 – Línuklifurs námskeið admin 22 október, 2021

KLIFUR 1

LÍNUKLIFURS NÁMSKEIÐ

Á Klifur 1 námskeiðinu er kenndur nauðsynlegur grunnur fyrir alla sem vilja stunda línuklifur og eru að stíga sín fyrstu skref, hvort sem það er inni eða úti.

Við mælum með þessu námskeiði bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa stundað inniklifur. Það hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína og að tryggja að línuklifrið verði sem allra öruggast, hvort sem það er úti eða inni.

Ath. lágmarksfjöldi þátttakenda er 4.

VERÐ: 22.000 KR.
UPPLÝSINGAR

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:

  • Hvernig er best að æfa línuklifur
  • Hver er helsti búnaðurinn sem þarf í þessari týpu af klifri og hvernig virkar hann
  • Hvernig skal tryggja með sem öruggasta hætti og hvaða handtök eru best í þeim efnum
  • Æfingar sem miðast við að auka úthald og auka getu
  • Hvernig gráðurnar í línuklifri virka