Klifur 2 – Framhaldsnámskeið admin 22 október, 2021

KLIFUR 2

FRAMHALDSNÁMSKEIÐ

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem lokið hafa námskeiðinu “Klifur 1 – Gunnnámskeið” eða hafa æft klifur að kappi í a.m.k. eitt ár.

Í grjótglímu (e. boulder) hluta námskeiðsins verður þátttakendum veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn á æfingum. Farið verður yfir það hvernig er hægt að búa til markviss æfingarprógröm og þátttakendum aðstoðaðir við að búa til sína eigin æfingaráætlun.

Þegar kemur að línuklifrinu er lögð áhersla á að þátttakendur læri hvernig skuli bera sig að í leiðsluklifri (e. lead climbing). Þá verður farið í það hvernig eigi að þræða akkeri og önnur atriði sem eru nauðsynleg svo klifrarar geti verið sjálfbjarga þegar kemur að því að klifra í línu.

Hvert námskeið stendur í 4 vikur.

VERÐ: 26.000 KR.
UPPLÝSINGAR

Árskortshafar fá 20% afslátt af námskeiðinu

Ath. lágmarksskráning á námskeiðið er 4 og hámarkið er 8.