fbpx
Línuklifurnámskeið admin 22 október, 2021

Línuklifurnámskeið

Fyrir byrjendur

Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriðin í ofanvaðsklifri. Kennt er hvernig á að tryggja með GriGri tryggingartólinu og hvaða búnaður er nauðsynlegur fyrir línuklifur.

Við mælum með þessu námskeiði fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í línuklifri og/eða langar að prófa að klifra í línu!

Hvert námskeið er tvö skipti frá kl. 17:00 – 19:00. Kennsla fer fram í Miðgarði í Garðabænum svo ef þú þarft leiguskó vinsamlegast sendu tölvupóst á klifurhusid@klifurhusid.is svo að þjálfarinn geti tekið með sér þína stærð.

Næstu námskeið:

  • 3. & 10. Okt
Lágmarksskráning á námskeiðið er 4.
VERÐ: 18.000 KR.
UPPLÝSINGAR

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:

  • Hvernig er best að æfa línuklifur

  • Hvaða búnað þarf til að stunda línuklifur

  • Hvernig skal nota búnaðinn á öruggan hátt

  • Æfingar fyrir línuklifur

  • Innifalið í námskeiðsverðinu er mánaðarkort í Klifurhúsinu sem tekur gildi þegar námskeiðið hefst eða 20% árskortshafaafsláttur sem endurgreiðist með millifærslu eftir skráningu (gildir ekki fyrir óbundið kort)