V-Æfingahópar admin 22 október, 2021

V-ÆFINGAHÓPAR

18 ÁRA OG ELDRI

Æfingarhópar eru hugsaðir fyrir 18 ára og eldri sem vilja æfa undir leiðsögn þjálfara og með hóp. Hópunum er skipt eftir erfiðleikastigum svo allir ættu að geta fundið sér hóp við hæfi og hvert námskeið er 8 vikur í senn.Við mælum bæði með því að vera reglulega í æfingahóp yfir veturinn og að fara einu sinni í 8 vikur til að auka hæfni undir leiðsögn þjálfara fyrir sjálfstæða iðkun í kjölfarið.

Eftir Byrjendabouldersnámskeið er gott að ræða við þjálfarann ef maður hefur hug á því að fara í æfingahóp og fá leiðbeiningar hvaða hópur hentar manni best. Þegar slíkt er ákveðið er að hafa í huga hvaða leiðir maður er að klifra:

V-Æfingahópar
V0-V2

Getustig klifrarans er slíkt að hann/hún getur klifrað sumar gular&rauðar leiðir en ekki allar.

V2-V3

Getustig klifrarans er slíkt að hann/hún getur klifrað sumar grænar leiðir en ekki allar.

V3-V4

Getustig klifrarans er slíkt að hann/hún getur klifrað sumar bláar leiðir en ekki allar.

V4-V7

Fyrir reynda klifrara sem geta klifrað allar bláar leiðir.

 

 

Þjálfarar á æfingum geta síðan gefið ráð hvort einhver annar æfingahópur henti betur þegar líður á æfingarnar en til að ná mestum árangri er best að æfa með hópi sem er á svipuðu getustigi.

Á æfingunum er farið í allt frá upphitun, tækni, styrk og að teygjum, reynt er að hafa æfingarnar fjölbreyttar svo iðkendur ættu að læra margar nýjar leiðir sem nýtast við klifuræfingar ásamt því að fá krefjandi æfingu!

Aðeins eru 8 í hverjum hóp per þjálfara til að tryggja gæði æfinga

ÞJÁLFARAR
Adrian Markowski Polska
Adrian Markowski
ÞJÁLFUN OG LEIÐASMIÐUR
Hjördís Björnsdóttir
Hjördís Björnsdóttir
ÞJÁLFARI
Laufey Rún Þorsteinsdóttir
Laufey Rún Þorsteinsdóttir
ÞJÁLFARI
Jóhann Haraldsson
Jóhann Haraldsson
ÞJÁLFARI​ & LEIÐASMIÐUR
Holly Spice
Holly Spice
ÞJÁLFARI​
TÍMAR OG HÓPAR
V0-V2:

Námskeið: 31.08.21 – 21.10.2021 (8 vikur)
Æfingin föstudaginn 24. september verður fimmtudaginn 23. sept vegna móts og það sama gildir um föstudaginn 22. október en þá verður síðasta æfingin 21. október.

Námskeið: 26.10. 21 – 17.12.21 (8 vikur)
Æfingin föstudaginn 26. nóv verður á fimmtudeginu 25. nóvember vegna móts.

V3-V4:

Námskeið: 30.08.2021 – 20.10.2021 (8 vikur)
Námskeið: 25.10.2021 – 15.12.2021 (8 vikur)

V4-V7:

Námskeið: 31.08.2021 – 21.10.2021 (8 vikur)
Námskeið: 26.10.2021 – 16.12.2021 (8 vikur)

V2-V3:

Námskeið: 30.08.2021 – 20.10.2021 (8 vikur)
Námskeið: 25.10.2021 – 15.12.2021 (8 vikur)

STUNDATAFLA

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

V2-V3
17:45 - 19:45

V0-V2
17:45 - 19:45

V2-V3
17:45 - 19:45

V0-V2
17:45 - 19:45

V3-V4
20:00 - 22:00

V4-V7
17:45 - 19:45

V3-V4
20:00 - 22:00

V4-V7
17:45 - 19:45

VERÐSKRÁ

Stakt verð : 7.500 kr

Ef viðkomandi á árskort í Klifurhúsið þá er 20% afsláttur af æfingahópum.

Greiða má með greiðsludreifinu í allt að 2. mánuði.

Skráning fer fram í gegnum Nóra.

Verð

Fyrir árskortshafa

Þjálfarar

V0-V2

40.000

32.000

Laufey

V2-V3

40.000

32.000

Jóhann & Holly

V3-V4

40.000

32.000

Jóhann & Holly

V4-V7

40.000

32.000

Hjördís