V-ÆFINGAHÓPAR
KLIFURHÚSSINS
Æfingarhópar eru hugsaðir fyrir 18 ára og eldri sem vilja æfa í hóp undir leiðsögn þjálfara. Hópunum er skipt eftir erfiðleikastigum svo allir ættu að geta fundið sér hóp við hæfi. Við mælum bæði með því að vera reglulega í æfingahóp yfir veturinn og að fara 1x til 2x í æfingahóp til að auka hæfni undir leiðsögn þjálfara fyrir sjálfstæða iðkun í kjölfarið.
Eftir byrjendabouldersnámskeið er gott að ræða við þjálfarann ef maður hefur hug á því að fara í æfingahóp og fá leiðbeiningar hvaða hópur hentar manni best. Þegar slíkt er ákveðið er að hafa í huga hvaða leiðir maður er að klifra en í flestum tilfellum er gott að fara fyrst í 4 vikna V0-V2 æfingahóp til að mynda grunn.
Skráning er hafin fyrir æfingarnar sem verða haldnar á vorönninni 2023.
Ef það hóparnir fyllast verður skoðað að bæta við þjálfurum og/eða æfingahópum svo endilega skráið ykkur á biðlista ef það eru ekki laus pláss.

Getustig klifrarans er slíkt að hann/hún getur klifrað sumar gular&rauðar leiðir en ekki allar.
Hópur fyrir rauða og græna klifrara sem vilja bæta tækni- og getustig sitt á námskeiðinu
Getustig klifrarans er slíkt að hann/hún getur klifrað bláar leiðir og stefnir á appelsínugular á námskeiðinu.
Æfingahópur fyrir konur og kynsegin einstaklinga sem eru að klifra leiðir í kringum V3 - V5 .
Hádegisæfingahópur fyrir klifrara sem eru að klifra í kringum V3-V5.
Fyrir reynda klifrara sem eru að klifra V5 að staðaldri og henta V5-V7 klifrurum.

Þjálfarar á æfingum geta síðan gefið ráð hvort einhver annar æfingahópur henti betur þegar líður á æfingarnar en til að ná mestum árangri er best að æfa með hópi sem er á svipuðu getustigi.
Á æfingunum er farið í allt frá upphitun, tækni, styrk og að teygjum, reynt er að hafa æfingarnar fjölbreyttar svo iðkendur ættu að læra margar nýjar leiðir sem nýtast við klifuræfingar ásamt því að fá krefjandi æfingu!
Að hámarki eru 9 iðkendur eru í hverjum hóp per þjálfara til að tryggja gæði æfinga og er lágmarksskráning 6 manns.
TÍMAR OG HÓPAR VORÖNN 2023
V0-V2 (4 vikur í senn):
- 09.01.23 – 01.02.23
- 06.02.23 – 01.03.23
- 20.03.23 – 17.04.23 (Ekki kennt 10/4 vegna páska)
V2-V3 (8 vikur í senn):
- 10.01.23 – 02.03.23
- 14.03.23 – 4.05.23
V3-V5 (8 vikur í senn):
- 10.01.23 – 02.03.23
- 14.03.23 – 4.05.23
VERÐSKRÁ
*ATH. Árskortshafar þurfa að sækja sérstaklega um leiðréttingu á æfingagjaldinu með því að senda tölvupóst á klifurhusid@klifurhusid.is eftir að skráningu er lokið.
Greiða má með greiðsludreifinu í 2-3 mánuði eftir lengd æfingahópsins.
Skráning fer fram í gegnum Sportabler
Verð fyrir árskortshafa og áskriftarmeðlimi: per námskeið/per mánuð* | Verð fyrir þá sem eru ekki með kort í Klifurhúsinu: per námskeið/per mánuð | Þjálfari | |
V0-V2 (4 vikur/16 klst) | 13.760 / 13.760 kr. | 24.995 / 24.995 kr. | Lina |
V2-V3 (8 vikur/32 klst) | 29.812 / 14.906 kr. | 49.990 / 24.995 kr. | Arnar Steinn |
V3-V5 (8 vikur/32 klst) | 29.812 / 14.906 kr. | 49.990 / 24.995 kr. | Arnar Steinn |
**ATH. Árskortshafar þurfa að sækja sérstaklega um endurgreiðslu með því að senda tölvupóst á klifurhusid@klifurhusid.is eftir að skráningu er lokið. |
STUNDATAFLA
Mánud. | Þriðjud. | Miðvikud. | Fimmtud. | Föstud. |
V0-V2 17:45-19:45 | V3-V5 17:30-19:30 | V0-V2 17:45-19:45 | V3-V5 17:30-19:30 | |
Byrjendaboulders 20:00-21:30 | V2-V3 19:40-21:40 | Byrjendaboulders 20:00-21:30 | V2-V3 19:40-21:40 |