fbpx
Ármúli 21 opnar Elisabet Thea 22 apríl, 2024

Ármúli 21 opnar

Það er komið að þessu, við getum farið að bjóða ykkur öllum að kíkja í Ármúla 21! Í tilefni þess ætlum að við bjóða ykkur að taka session með okkur.

Húsnæðið skiptist annarsvegar í fjölskyldusalinn og svo keppnisæfingasvæðið. Þar er að finna tvo spray-veggi og svo keppnisæfingaleiðir. Leiðirnar sem verða uppi verða allt frá því að vera frá úrslitunum í opnum flokkum á Bikarmótinu niður í æfingaleiðir fyrir U14. Í sumum tilfellum munu vera aukagrip til að fleiri nái að prufa leiðirnar en við getum lofað að við þurfum öll að hafa fyrir því að ná mörgum toppum.

Leiðasmiðir munu líka setja upp dænó áskorun og verða verðlaun fyrir mismunandi erfiðleikastig. Fyrirkomulag áskorunarinnar verður útskýrt á staðnum.

Aldurstakmark á við burðinn er 16+ ára.

Við hlökkum til að sjá ykkur og kynna ykkur fyrir salnum og taka gott session saman.

Starfsmenn Klifurhússins