Belti

Klifurbelti eru nauðsynleg eign fyrir alla sem vilja stunda línuklifur inni eða úti í klettum eða ís, einnig nýtast belti sem öryggistæki við göngu á fjöllum eða jöklum. Því eru til margar gerðir belta til að uppfylla hinar ýmsu kröfur og eru mismunandi í þyngd og hvernig hægt er að stilla mittisól og lærisólar.


Sérhæfð Sportklifurbelti

  651083_OCTN_W_Solution_Harness_front_webKvennabeltið BD Solution 13.900 kr

imgres-5Kvennabeltið BD Siren 12.000 kr

651082_ULBL_M_Solution_Harness_Front_webKarlabeltið BD Solution 13.900 kr

651061_flight_lava_web Karlabeltið BD Flight 12.000 kr

Almenn Klifurbelti

Hér er samblanda af klifurbelti og göngubelti, hér fáum við meira svigrúm í að stilla stærðina í kringum fætur og mitti til að sama beltið virki í fáum fötum á hlýjum sumardegi og einnig yfir þykkan fatnað eins og t.d. við fjallgöngu í snjó.

Við mælum með þessum beltum fyrir alla sem stunda fjölbreytta útivist eins og t.d. björgunarsveitarfólk, sem vill nota beltin á ýmsum stöðum.

651058_aspect_dblul_web BD Aspect 12.500 kr

Momentum beltin

Koma í nokkrum gerðum og litum. Það rauða, Momentum DS, er vinsælast og okkar mest selda belti og er með 2 bakþræddum sylgjum í mittinu. Það ljósbláa, Momentum Primrose, er hannað fyrir konur og það gráa, Momentum Al, er með óbakþræddri sylgju í mittinu svo við mælum ekki með því fyrir byrjendur.

  • 11.000 kr

images imgres-4imgres-3

 


Barnabelti

Við bjóðum uppá Wiz kid barnabelti sem henta fyrir börn frá 16-50 kg.

  • Koma í rauðu eða dökkfjólubláu
  • 5.800 kr

images-1

BD Momentum Kids Full Body sem hentar vel fyrir yngstu börnin.

  • 8.900 kr

651089_Kid_Momentum_Full_Body_web

 


 

 

Nánar um líftíma og meðhöndlun klifurbelta hjá Black Diamond