Klifurskór

Við erum með landsins mesta úrval af klifurskóm!

Klifurhúsið flytur inn æðislega klifurskó frá Tenaya og La Sportiva sem eru með þekktustu klifurskóframleiðendum heims.

Að kaupa sér klifurskó og að venjast þeim getur tekið smá tíma, en við mælum með að taka alls ekki of óþægilega skó fyrst og færa sig svo í þrengri týpur með tímanum. Fyrst um sinn skiptir aðallega máli að skórinn passi vel og það sé gaman að klifra í honum, en ekki að hann sé eins þröngur og mögulegt er.


 

 

Hér fyrir neðan má lesa stutta lýsingu um hverja týpu fyrir sig:

 

Tanta

Einn af bestu byrjendaskónum á markaðnum!

Tenaya Tanta eru virkilega vandaðir og alhliða byrjendaskór með aðeins sveigða tá sem tryggir árangur og þægindi á sama tíma. Við mælum eindregið með þessari týpu sem fyrstu klifurskónum, bæði fyrir krakka og fullorðna en skórnir eru ágætlega víðir með góðum festingum sem hægt er að stilla eftir fótlögun eigandans.

Tanta skórnir eru fullkomnir til að hjálpa klifraranum að bæta sig og öðlast meiri tengingu fótatæknina sína. Þeir eru ekki of stífir né of mjúkir og eru hugsaðir til að vera þægilegir á löngum og ströngum klifurdögum. Þriggja laga tunga tryggir að það er auðvelt að fara í og úr skónum.

Þetta eru frábærir skór sem gera nýjum klifrurum kleift að njóta sín að fullu á meðan þeir læra undirstöðurnar í klifri og uppgötva allt það besta við klifurheiminn!

 

Mastia

Mastia er allt sem þú þarft!

Hannaður til að vera ekki eingöngu aggressívur og tæknilegur klifurskór sem stenst allar kröfur um jafnvægi á pínkuponsulitlum nibbum, heldur er hann líks gerður með það markmið fyrir augum að standa sig frábærlega í öllum aðstæðum.

Stuðst er við að hafa fullkomið jafnvægi á milli þæginda og frammistöðu — — þannig er hann í senn mjúkur og góður fyrir smurninguna OG einstaklega sterkbyggður sem tryggir hámarks frammistöðu á öllum fótstigum.

Hannaður til að standast allar kröfur! Með sveigðum og tvískiptum sóla, ásamt nýjustu SXR Dynamics- og RBRX tækninni eru komnir á sjónarsviðið geðveikir skór sem bjóða upp á næmnari klifurstíl!

Mastian hentar einstaklega vel í íslensku útiklifri, inni í baráttunni við plastið, í yfirhangi, brjálæðislega erfiðum grjótglímuprobbum og á sjálfu slabbinu!

5/5 við mælum með.

Oasi Lv

Sko, til að byrja með þá verðum við að segja eitt: Alex Megos var í Oasi klifurskóm þegar hann varð fyrstur til að on sight-a 9a!!

Lv útgáfan er svo hönnuð fyrir mjórri fætur og hentar konum einstaklega vel. Með sveigðum sóla og aggressíva tá eru skórnir gerðir til að bregðast af snerpu við minnstu hreyfingu — þetta ásamt RBRX og SXR tækninni gefur klifraranum meiri stjórn og tilfinningu fyrir klifrinu!

Nýjasta nýtt hjá Tenaya eru festingarnar á Oasi Lv. Á skónum eru tvö bönd sem hver klifrari fyrir sig getur stillt eftir sínum fæti og tryggt þannig hámarks árangur. Aðeins þarf að stilla böndin einu sinni sem tryggir að auðvelt er að skella sér í og úr skónum eftir aðstæðum og hentugleika.

Þessi týpa er í senn þægileg og stórkostleg fyrir tæknilegt klifur í hvaða aðstæðum sem er! Algjör hetjutýpa sem bregst aldrei og ef þú ert að færa þig úr byrjendaskónum í aggresívari týpu þá eru Oasi Lv klárlega skórnir fyrir þig <3

Theory

La Sportiva Theory eru nýjasta æðið í klifurskóheiminum!

Skórnir búa yfir einstakri aðlögunarhæfni og eru rosalega teknískir. Þeir eru sérstaklega hannaðir fyrir inniklifur og virka þannig einstaklega vel með nýjustu hönnun klifurgripa; þetta þýðir að þeir eru á sama tíma ofurnæmir og gríðarlega öflugir á örsmáum nibbum.

La Sportiva notar Vibram® XS tæknina til að tryggja hámarks núning (e. friction). Síðan er gúmmíið í tánni og hælnum misþykkt til að hámarka tilfinningu klifrarans fyrir fótagripinu; gúmmíið breiðir svo vel úr sér að jafnvel minnstu fótagripin verða fýsileg og hámarks nákvæmni er náð í hælkrókum. Síðast en ekki síst er D-Tech™ tækninni beitt fyrir miðju til að gera skóna þægilega en til að halda öflugri getu við að stíga á fótagripin.

Í heildina litið eru skórnir algjör draumur fyrir innanhúsklifrara og frábær viðbót í skóúrvalið í Klifurbúðinni.