Klifurskór

Við erum með landsins mesta úrval af klifurskóm!

Klifurhúsið flytur inn æðislega klifurskó frá Five Ten sem er einn þekktasti klifurskóframleiðandi heims.

Að kaupa sér klifurskó og að venjast þeim getur tekið smá tíma, en við mælum með að taka alls ekki of óþægilega skó fyrst og færa sig svo í þrengri týpur með tímanum. Fyrst um sinn skiptir aðallega máli að skórinn passi vel og það sé gaman að klifra í honum, en ekki að hann sé eins þröngur og mögulegt er.

Hér fyrir neðan höfum við skipt skónum í þrjá flokka, eftir stífleika sóla og tæknilegri hönnun á tá og hæl.


Byrjendaskór

  • Hér er sólinn mýkri, það hentar frábærlega fyrir fyrstu skókaup

Milli stífir

  • Henta vel í inniklifur, klettaklifur og fjölspannaleiðir

Mjög stífir og tæknilegir

  • Hannaðir fyrir mikið yfirhang og nákvæma fótavinnu