Eftir frábærar viðtökur í fyrra höfum við hjá Klifurfélagi Reykjavíkur ákveðið að halda Deep water solo aftur í ár. Keppnin fer fram sunnudaginn 4. júní kl 16:00 á bryggjunni beint á móti Marshallhúsinu. Við mælum með því að mæta snemma þar sem mikil umferð er á svæðinu á þessum tíma. Aðeins fyrir 13 ára og eldri.
Við hlökkum mikið til að sjá sem flesta!
skráning til að keppa: https://forms.gle/m441taFs3ikZSZUbA
ps. ekki gleyma sundfötum 😉