Næsta laugardag, þann 18. september, ætlum við að hafa fjölskyldudag í Klifurhúsinu í tilefni Íþróttaviku Evrópu. Fjölskyldutíminn verður lengdur um tvo klukkutíma í tilefni viðburðarins og verður því frá kl. 12-16 í staðinn fyrir kl. 12-14 eins og aðra helgardaga.
Í tilefni dagsins verða fjórir þjálfarar í salnum sem munu taka á móti gestum og sýna nýjum klifrurum hvernig á að bera sig að í klifrinu ásamt því að leyfa áhugasömum að prófa línuklifurveginn.