Kynning á klifri á Íslandi

Náttúruleg þróun


Kynningarmyndband um klifur: Vilborg

Klettaklifur er íþrótt sem er nokkuð ný af nálinni hér á landi. Þeim sem hana stunda hefur þó fjölgað ört undanfarin ár og er hópur klifrara nú orðinn býsna stór. Sífellt fleiri stunda klettaklifur utanhúss og ný klifursvæði finnast á hverju sumri. Klifursvæði má nú finna í flestum landshlutum og er því af nógu að taka fyrir íslenska klifrara utan dyra yfir sumarmánuðina. Stóran þátt í þessari fjölgun klifrara á Íslandi má rekja til opnunar innanhússklifurveggjarins Vektors fyrir nokkrum árum og svo núna Klifurhússins, vorið 2002, eftir að Vektor missti sitt húsnæði.

Í nágrannalöndum okkar hafa risið klifurhús í öllum þeim borgum og bæjum sem vert er að nefna og hefur ásókn í slíka aðstöðu verið mikil og aukist stöðugt. Hefur þetta leitt til enn hraðari og meiri uppbyggingar íþróttarinnar. Klifurhúsið í Skútuvogi er dæmigerður grjótglímuveggur eins og þekkist annars staðar í heiminum.

Tengt efni

Björn Erlingsson hefur ritað skemmtilegan pistil þar sem hann veltir fyrir sér hvers vegna klettaklifur verður að ástríðu hjá svo mörgum klifrurum:
Björn Erlingsson, 2009. Klifur, -hvað er það sem gerir íþrótt að lífstíl?