Afmælis-, skóla- & vinnustaðahópar

Langar þínu fyrirtæki að kíkja í klifur? Er barnaafmæli framundan? Langar þínum bekk að koma í hópferð?

Einungis er tekið á móti á hópum á þessum tímum

Mán-Föst. 9:00-10:00 og 13:00-14:00

ATH. Frá 1. mai til 31. ágúst um helgar kl. 10:00

Alla hópa þarf að bóka gegnum klifurhusid@klifurhusid.is


Verð:
 Hópagjald* 12.000 kr + 1000 kr fyrir hvern þátttakenda**
Lýsing:
Hópurinn byrjar á því að hita upp og leiðbeinandi fer yfir öryggisatriði. Síðan klifrar hópurinn saman og að lokum teygir hópurinn saman.

Barnahópur – klifur og klifurleikir (1 klst. + aðgangur að sal í 1 klst.)

Lýsing: Hópurinn byrjar á því að hita upp og leiðbeinandi fer yfir öryggisatriði. Þegar það er búið er farið á klifurveggina og í lokinn er farið í klifurleik. Þegar það er búið teygir hópurinn saman.

Verð: Hópagjald* 12.000 kr + 1000 kr fyrir  hvern þátttakenda**

Athugið að klifur er ætíð á eigin ábyrgð og viljum við benda fólki á að kynna sér reglur Klifurhússins ýtarleg.

Reglur Klifurhússins

 

* Innifalið í hópagjaldinu er staðfestingargjald (6.000 kr) sem þarf að greiða þegar hópurinn er bókaður. Athugið að það fæst ekki endurgreitt. Athugið að ef það eru fleiri en tuttugu í hópnum þarf að hafa auka leiðbeinanda sem kostar 6.000 kr.

**Leiga á klifurskóm er innifalin í verðinu.unnamed (3)