fbpx
Kæru klifrarar Klifurhusid 21 maí, 2020

Kæru klifrarar


25. maí ætlum við að opna Klifurhúsið aftur hægt og varlega og það er mikilvægt að allir fylgja reglum sem við munum auglýsa siðar.

Í tengslum við þetta hafa engar ákveðnar tilskipanir verið gefnar af yfirvöldum varðandi hvernig íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar skuli bæta félagsmönnum sínum aðgangsbrestinn sem hefur verið við líði undanfarnar vikur. Við hjá Klifurhúsinu höfum velt þessu vandamáli fyrir okkur og komist að þeirri niðurstöðu að bjóða okkar fólki tvær mögulegar leiðir: Annars vegar að biðja þá sem sjá sér fært um það að líta á þennan tíma sem styrk af sinni hálfu í þágu hússins sem hefur glímt við algjöran tekjubrest; og hins vegar að bjóða þeim sem sjálfir glíma við afleiðingar Covid19 að fá að framlengja áskrift sína sem samsvarar þeim vikum sem húsið var/er lokað. Með þessum hætti er vonandi hægt að styrkja erfiða stöðu Klifurhússins á þessum óvissu tímum, en þá án þess að það bitni á þeim sem mega ekki við því.

Bestu kveðjur, með sól í hjarta, og fyrirfram þakkir, (Stjórn/Ben/Starfsmenn/Jólasveininn/Idk)

]]>