Klifurfélag Reykjavíkur

Klifurfélag Reykjavíkur er íþróttafélag sem á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Félagið sér um rekstur Klifurhússins. Markmið með rekstrinum er að halda opinni góðri æfingaaðstöðu fyrir klifrara á Íslandi allan ársins hring.

Auk þess heldur Kf.R. Íslandsmeistaramótaröð í grjótglímu, velur og sendir keppendur á Norðurlandamót, heldur námskeið og æfingar í klettaklifri og hefur umsjón með klettaklifursvæðum á Íslandi.

Nánari upplýsingar um félagið er að finna á undirsíðunum (sjá stikuna hér til vinstri).

Stjórn

Í stjórn félagsins sitja fimm kjörnir einstaklingar. Upplýsingar um núverðandi og fyrrverandi stjórnir er að finna HÉR.