fbpx
Klifurfélag Reykjavíkur admin 6 febrúar, 2020

KLIFURFÉLAG

REYKJAVÍKUR

Klifurfélag Reykjavíkur er íþróttafélag sem á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Félagið sér um rekstur Klifurhússins. Markmið með rekstrinum er að halda opinni góðri æfingaaðstöðu fyrir klifrara á Íslandi allan ársins hring.

Félagið er áhugamannafélag og er tilgangur þess að stuðla að framgangi klifuríþrótta hér á landi og auka áhuga almennings á íþróttinni.

Auk þess heldur Kf.R. Íslandsmeistaramótaröð í grjótglímu, velur og sendir keppendur á Norðurlandamót, heldur námskeið og æfingar í klettaklifri og hefur umsjón með klettaklifursvæðum á Íslandi.