Boltasjóður admin 21 október, 2021

BOLTASJÓÐUR

KLIFURFÉLAGS REYKJAVÍKUR
TILGANGUR

Sjóðurinn er nýttur til að fjármagna kaup á nýjum boltum, augum og akkerum fyrir klifursvæðin. Einnig fer hann í viðhald og uppbyggingu á tóftinni, útiborðum og kamri á Hnappavöllum.

BOLTASJÓÐSKORT

Hægt er að nálgast kortið í Klifurhúsinu og kostar það litlar 1.5oo kr og gildir það út árið. Hægt er að greiða fyrir kortið í Klifurhúsinu eða með millifærslu á reikning 111-26-100404 kt: 410302-3810, en þá þarf að koma fram skýringin BOLTASJ.

Boltasjóður
Boltasjóðsnefnd
BOLTASJÓÐSNEFND

Klifurfélag Reykjavíkur starfrækir boltasjóð. Markmið boltasjóðs er að kaupa og úthluta augum og akkerum til boltunar nýrra klifurleiða og til endurboltunar eldri klifurleiða á íslenskum klifursvæðum. Jafnframt er markmið boltasjóðs að fjármagna uppbyggingu og viðhalda aðstöðu á íslenskum klifursvæðum. Boltasjóður byggir á greiðslum klifrara í sjóðinn, hagnaði af sölu leiðarvísa og á öðrum framlögum.

Boltasjóðsnefnd fer með umsjón boltasjóðs, sér um innkaup og úthlutun úr sjóðnum og hefur umsjón með verkefnum sem tengjast uppbyggingu og viðhaldi aðstöðu á íslenskum klifursvæðum. Nefndin heldur skrá um úthlutanir og verkefni og gerir grein fyrir þeim á aðalfundi. Boltasjóðsnefnd er skipuð þremur nefndarmönnum. Einn nefndarmaðurinn er fulltrúi stjórnar Klifurfélags Reykjavíkur og situr jafnframt í stjórn félagsins. Tveir nefndarmanna eru kosnir á aðalfundi Klifurfélags Reykjavíkur til tveggja ára í senn.

Allir íslenskir klifrarar hafa jafnan rétt til þess að sækja um úthlutun úr sjóðnum. Boltasjóðsnefnd tekur við umsóknum allt árið um kring. Umsóknir í boltasjóð geta borist nefndinni með tölvupósti á klifurhusid@klifurhusid.is en jafnframt má hafa samband beint við einstaka nefndarmenn. Æskilegt er að við umsókn sé greint frá því verkefni sem óskað er um úthlutun fyrir. Boltasjóður úthlutar augum og akkerum en ætlast er til að klifrarar útvegi sjálfir múrbolta.

Boltasjóður áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum og gerir í þeim tilfellum grein fyrir þeim sjónarmiðum sem þar liggja til grundvallar. Úthlutun úr boltasjóð er háð stöðu sjóðsins hverju sinni.

Boltasjóðsnefnd og stjórn Klifurfélags Reykjavíkur