Hollvinir KFR
Styrktarfélagar Klifurfélags Reykjavíkur geta nú fengið endurgreiðslu frá Skattinum!
Frádráttarbærir styrkir til íþróttafélaga
Þann 1. nóvember 2021 voru samþykkt lög sem gera einstaklingum kleift að styrkja félagið um allt að 350.000 kr. á ári en þó að lágmarki 10.000 kr. á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.
Dæmi:
Einstaklingur sem greiðir 48.000 kr. styrk til Klifurfélags Reykjavíkur á mánuði fær skattaafslátt að upphæð 15.096 kr. og greiðir þannig í raun 32.904 kr. fyrir 48.000 kr. styrk til félagsins.
Fyrirtæki geta einnig nýtt sér þennan valkost og fengið skattaafslátt vegna styrkja. Þeim er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum. Miðað er við algengustu skattprósentu lögaðila þ.e. 20%
Dæmi:
Fyrirtæki sem styrkir félagið um 500.000 kr. getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. Fyrirtækið greiðir því 400.000 kr. fyrir 500.000 kr. styrk.
Viltu styrkja KFR?
Greiðslur fara í gegnum Sportablervef Klifurhússins og allar kvittanir má nálgast þar. Félagið sér síðan um að koma upplýsingunum áfram til Skattsins sem kemur svo afslættinum til skila til viðkomandi.
https://www.sportabler.com/shop/klifurhusid/hollvinirkfr
Ath. Hægt er að óska eftir því að breyta styrktarupphæð óháð valmöguleikunum á Sportabler með því að senda tölvupóst á klifurhusid@klifurhusid.is