fbpx
Lög og stofnfundagerðir admin 22 október, 2021

LÖG KLIFURFÉLAGS REYKJAVÍKUR

OG STOFNFUNDAGERÐIR
1. Grein

Félagið skal heita Klifurfélag Reykjavíkur.

2. Grein

Heimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík.

3. Grein

Félagið er áhugamannafélag og er tilgangur þess að stuðla að framgangi klifuríþrótta hér á landi og auka áhuga almennings á íþróttinni.

4. Grein

Félagið hyggst ná tilgangi sínum með því að gangast fyrir námskeiðahaldi, keppnum og annars konar kynningarstarfsemi, auk þess sem félagið hyggst stuðla að því að félagsmönnum standi til boða fullnægjandi æfingaaðstaða.

5. Grein

Stjórn félagsins skal skipuð fimm einstaklingum og tveim til vara. Stjórnarformaður skal kjörinn sérstaklega en stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti. Stjórn skal kjörin til tveggja ára í senn, þannig að tveir meðstjórnendur og formaður skulu kosnir annað hvert ár og tveir meðstjórnendur annað hvert ár. Varamenn skulu kosnir til eins árs í senn. 

Formaður boðar stjórnarmenn og áheyrnarfulltrúa á stjórnarfund þegar þurfa þykir en eigi sjaldnar en með tveggja mánaða fresti. Meðal verkefna stjórnar á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund er eftirfarandi:

  • Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skal stjórnin kjósa um það hver meðstjórnenda fer með hlutverk varaformanns, hver fer með hlutverk ritara, tilnefna aðila sem gjaldkera ásamt því að kjósa meðstjórnanda til að gegna hlutverki skoðunarmanns og tilnefna fulltrúa stjórnar í Boltasjóðsnefnd (þrír eru í nefndinni og þar af einn úr stjórn).
  • Tilgreina og samþykkja gjaldkera.
  • Tilgreina og samþykkja fulltrúa ungs fólks sem er á aldursbilinu 16-25 ára.
    • Kosið er í hlutverk fulltrúa ungs fólks til eins árs í senn. Sé fulltrúi ungs fólks ekki stjórnarmeðlimur skal hann vera áheyrnarfulltrúi sem hefur rétt á að sitja stjórnarfundi og koma sínum skoðunum á framfæri.

Stjórninni er heimilt að skipa framkvæmdastjóra fyrir félagið sem annast daglega umsjón félagsins. Framkvæmdastjóri situr ekki í stjórn félagsins.
Firmað ritar meirihluti stjórnar.

6. Grein

Starfstímabil félagsins miðast við aðalfund. Reikningsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember. Almennur félagsfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.

Félagsmenn 18 ára og eldri hafa kjörgengi til stjórnarstarfa, tillögurétt og málfrelsi á aðalfundi. Félagsmenn eru þeir sem eiga gild æfingakort í Klifurhúsinu, eru skráð á skipulagðar æfingar eða greitt hafa félagsgjald. Öll geta orðið félagsmenn í félaginu. Á almennum félagsfundi gilda almenn fundasköp en stjórn félagsins skipar fundarstjóra. Atkvæði einfalds meirihluta fundarmanna ráða.
Almennan félagsfund skal halda a.m.k. einu sinni á ári í formi aðalfundar.
Stjórn félagsins getur boðað til almenns félagsfundar eftir því sem henta þykir. Boða skal til fundar með minnst tveggja vikna fyrirvara og mest fjögurra vikna fyrirvara með því að senda bréfi í almennum pósti til félagsmanna eða með öðrum sambærilegum hætti, svo sem með auglýsingu á vef félagsins. Aðalfundur telst lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Ef fram kemur krafa um slíkt frá 1/5 hluta félagsmanna skal stjórn boða til almenns félagsfundar til umfjöllunar um tiltekið mál á sama hátt og boðað er til aðalfundar.

7. Grein

Aðalfundur skal haldinn fyrir félagið ár hvert og ekki síðar en 15. maí. Verkefni aðalfundar eru:

Skýrsla stjórnar
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar síðsta árs
Lagabreytingar, tillögur berist stjórn með a.m.k. viku fyrirvara
Kjör formanns, framboð berist stjórn með a.m.k. viku fyrirvara
Kjör meðstjórnenda, framboð berist stjórn með a.m.k. viku fyrirvara
Kjör tveggja varamanna
Kjör tveggja skoðunarmanna
Kjör nefndarmanns í Boltasjóðasnefnd
Önnur mál.

8. Grein
 

Félagsmenn, framkvæmdastjóri, stjórnarmenn og formaður stjórnar bera enga ábyrgð á þeim skuldbindingum sem gengist er í fyrir hönd félagsins.

9. Grein

Verði félagið lagt niður skulu eignir þess ganga til Íþróttabandalags Reykjavíkur til varðveislu. Eignir skulu þá afhendar að nýju til félags er stofnað yrði með hliðstæðum markmiðum.

10. Grein

Til breytinga á samþykktum þessum þarf 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi.

Samþykktir þessar voru samþykktar á stofnfundi félagsins sem haldinn var 13. febrúar 2002 og breytingar á þeim á framhaldsaðalfundi 6. maí, 2009. Öðlast þær þegar gildi.

STOFNFUNDAGERÐ

Árið 2002, miðvikudaginn 13. febrúar, er haldinn stofnfundur Íþróttafélagsins Klifurfélags Reykjavíkur.

Fundarstjóri er Kolbeinn Árnason lögfr. og fyrir liggur uppkast að samþykktum fyrir félagið.

Stofnendur félagsins eru:

Nafn

Kennitala

Halldór Kvaran

040561-4209

Jón Gunnar Þorsteinsson

290470-3829

Helgi Tómas Hall

070283-5309

Haraldur Guðmundsson

031178-3479

Guðmundur Logi Norðdahl

100681-7149

Hálfdán Ágústsson

020377-5509

Agnar Sveinsson

310872-3779

Kristján Guðni Bjarnason

150171-4239

Sigurður Skarphéðinsson

300877-4949

Helgi Borg Jóhannsson

030967-3729

Unnur Bryndís Guðmundsdóttir

240283-3609

Ólafur Ragnar Helgason

181176-5049

Einar Ísfeld Steinarsson

031078-3509

Hallgrímur Örn Arngrímsson

200379-3739

Kolbeinn Árnason

100871-3519

Stefán Páll Magnússon

170970-3309

Karl Ingólfsson

301265-4689

Andri Bjarnason

130483-4969

Björn Baldursson

150868-5999

Samþykktir félagsins eru bornar undir atkvæði og samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

Þá fer fram kjör stjórnar. Eftirtaldir eru kjörnir með öllum greiddum atkvæðum:

  • Halldór Kvaran
  • Hallgrímur Arngrímsson
  • Helgi Borg Jóhannsson
  • Ólafur Ragnar Helgason
  • Ásamt Birni Baldurssyni og Sigurði Skarphéðinssyn sem munu skipta með sér stjórnarsetu fyrsta starfsár félagsins.

Stjórnin mun skipta með sér verkum, skipa formann og ákveða hverjir sitji í stjórn til tveggja ára og hverjir til eins árs. Þá gerir stjórnin tillögu um að árgjöld í félaginu verði kr. 500 og er það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Stjórninni var falið að ákveða hvaða fríðindi fylgdu aðild.

Loks er stjórninni falið af fundinum að gera viðeigandi ráðstafanir til að skrásetja félagið hjá viðeigandi opinberum aðilum.

Upplesið í heyranda hljóði og staðfest rétt.

Scroll to Top