fbpx
Klifurhúsið stækkar! Elisabet Thea 2 mars, 2023

Klifurhúsið stækkar!

Það dregur nær að opnun nýja salsins í Ármúla 21 og við hlökkum ekkert smá til!

Nokkrar staðreyndir um nýja salinn:

– Hann kemur ekki í staðinn fyrir gamla salinn, hann er viðbót 🥳

– Honum er skipt í ⅓ fjölskyldusal og ⅔ klifursal, fyrir alla korthafa (ekki eitt skipti)

– Fjölskyldusalurinn býður upp á aðstöðu fyrir börn til að koma og klifra utan skipulagðs æfingastarfs ásamt afmælisveislum. Nánari uppl. verða kynntar síðar.

– Klifursalurinn er með tveimur 40° kaos veggjum og 6 veggjum með áherslu á V4+ getu & leiðir sem reyna á nákvæmni og hreyfifærni.

– Þetta býr til nýtt og spennandi æfingahúsnæði fyrir korthafa, en einnig mun nýja húsnæðið búa til hellings pláss í ÁR23 og þar mun leiðum fjölga fyrir rauða, græna, bláa og appelsínugula getustigið. Með meira rými er hægt að sinna ólíkum þörfum iðkenda með fjölbreyttari leiðasmíði fyrir öll getustig!

– Teygju-, æfinga-, og upphitunarrými í kjallara opnar seinna þar sem klifurveggirnir eru í algerum smíðaforgangi núna. Markmiðið er að klára öll rými fyrir sumarið!🌞

– Smíðin á klifurafstöðunni gengur mjög vel og veggirnir opna þegar við fáum dýnurnar og rekstrarleyfi. Við munum senda út tilkynningu og láta ykkur vita um leið og við vitum meira um hvenær dýnurnar koma til landsins og rekstrarleyfið kemur í hús en þangað til þá bíðum við jafn spennt og óþreyjufull eftir nýjum tíðindum og þið elsku klifrarar.

Hlökkum til að sjá ykkur í stærra Klifurhúsi😁