fbpx
Klifurveggurinn í Miðgarði thurasoley 28 apríl, 2022

Klifurveggurinn í Miðgarði

*English below*
Núna á laugardaginn verður nýja fjölnota íþróttahúsið í Garðabæ formlega opnað og það þýðir að það styttist LOKSINS í að nýju sportklifurveggurinn verður aðgengilegur fyrir klifrara! Það á ennþá eftir að ganga frá því endanlega hvernig aðgengi fyrir almenna klifrara verður háttað en það mun skýrast í næstu viku svo fylgist vel með 🤩

Klifurhúsið er búið að vera í samstarfi við forstöðumenn Miðgarðs í því sem viðkemur veggnum, með því að sjá um ráðgjöf og leiðauppsetningu og mun halda þeirri vinnu áfram.

Eins og staðan er í dag eru ekki komnir tvistar á vegginn en þeir eru á leið til landsins og reiknum við með að þeir komi í lok maí. Klifrarar þurfa því að koma með sína eigin línu, tvista, tryggingartól og allt það sem fylgir sportklifrinu. (Ath. það verða ekki naglaklippur í afgreiðslunni svo við mælum með að þið sinnið því verki fyrirfram).
Það verður krafa um að hver klifrari sem vill nýta vegginn verður að vera með gilt leiðsluklifurskort frá Klifursambandi Íslands. Til að byrja með verða ekki fastar línur á veggnum svo ofanvaðsklifurkort (e. top rope) munu ekki duga til.

Til að fá leiðsluklifurskort frá KÍ þarf klifrarinn að standa próf í leiðsluklifri og munu klifurfélögin sjá um að halda þau. Upplýsingar um prófin og skráningu eru komnar inn á heimasíðu Klifurhússins og við reiknum með að fyrstu prófin verði í næstu viku:

Línu- og leiðsluklifurspróf


Við viljum biðja ykkur öll sem ætlið að nýta vegginn að gæta fyllsta öryggis og að fara frekar hægt til að byrja með á meðan þið eruð að læra á vegginn! Það er til dæmis gott að hafa í huga hvernig línan bregst við þegar tvistarnir eru klipptir út og hvernig sveiflan verður í kjölfarið. Einnig mælum við með að bæði sá sem klifrar og sá sem tryggir hugi extra vel að því hvernig er best að tryggja miðað við yfirhang og staðsetningu leiðar.

Fyrir utan allt þetta þá viljum við bara nýta tækifærið og óska öllum klifrurum sem búa hér á Íslandi til hamingju með þessa frábæru viðbót í íslenskra inniklifrið!! ❤❤


//


On Saturday the new multi purpose sports hall will open in Garðabær and that means FINALLY the day climbers will be able to climb the new sport climbing wall! The final details regarding access for climbers are still being decided upon and it should be clear next week so stay tuned 🤩


Klifurhúsið has been working with the managers in Miðgarður giving advice and setting up the routes and will continue to do so in the future.
At this point in time there are no fixed quickdraws on the wall, however, they’ve already been ordered and should arrive by the end of April. So climbers will need to bring their own quickdraws until then along with rope, harnesses, climbing shoes, belay devices, and everything that is needed for sport climbing. (Attn. there won’t be any nail clippers in the reception so we recommend you take care of that business beforehand ;)).


All climbers will be required to have a valid leadclimbing certificate from the Climbing Federation of Iceland to be able to use the wall and for the time being a top rope certicite will not suffice as there won’t be any fixed lines on the wall. To get a lead climbing certificate from the federation the climber needs to pass a test in leadclimbing and the climbing associations here in Iceland will be the ones that host the tests. Information regarding the tests and sign up are on Klifurhúsið website and we plan to have the first tests next week. The information is in Icelandic but if you have any questions feel free to send us an email at klifurhusid@klifurhusid.is

Línu- og leiðsluklifurspróf


We would like to use this opportunity and to start slow while you learn the dynamics of the wall! One thing that is good to consider is that, while it’s necessary to clip out the quickdraws, is to be conscious of how the rope reacts and another thing we recommend is that the climber and belayer discuss among themselves what position is best for belaying considering the planned route and the degree of the wall.


Apart from all this we would like to congratulate all climbers here in Iceland with this fantastic addition to the indoor climbing scene!! ❤❤