Línuklifurmót

Stigagjöf

Hver festa hefur ákveðið númer sem marka þann fjölda stiga sem klifrarinn fær ef gripið er í festuna. Byrjunarfesta (eða festur) fær númerið 1 og lokafesta í leið hefur hæsta númerið. Sem dæmi væri leið með 24 festum með númer frá 1 upp í 24. Stigagjöfin virkar þannig að eftir að klifrari hefur farið í leið er honum gefin stig í samræmi við hversu margar festur hann komst upp leiðina. Sem dæmi ef klifrari dettur í festu númer 16 fær hann 16 stig.

Ef klifrari dettur við að færa sig á milli festa og nær ekki að snerta næstu festu bætist ‘-’ fyrir aftan númerið á festunni sem hann var að færa sig úr. Sem dæmi ef klifrari er í festu númer 16 en dettur við það að reyna að ná í næstu festu myndi hann fá 16-. Ef klifrari nær aftur á móti að snerta næstu festu, en nær ekki að halda í hana af yfirvegun bætist ‘+’ fyrir aftan númer festunnar sem hann var að færa sig úr.

Leið telst vera kláruð þegar búið er að klippa í toppakkerið. Þá fær viðkomandi “TOP” í stigagjöfina sem er fullt hús stiga (ekki skiptir máli úr hvaða festu viðkomandi klippir).

Tími til að klára leið

Klifrari hefur 6 mínútur til að klára leiðina eftir að hann kemur fram úr einangrun (tíminn byrjar að telja þegar hann gengur yfir línu sem er við inngang keppnissvæðisins).

Að vera dæmdur úr keppni

Það þarf að klippa í alla tvista í leiðinni (þeir þurfa að vera merktir). Ef keppandi fer með báða hælana fyrir ofan tvist sem ekki hefur verið klippt í þá er hann dæmdur úr leik.

Ef keppandi tekur í tvista eða stígur á auga þá er hann umsvifalaust dæmdur úr leik.

Ef keppandi notar grip sem eru ekki í leiðinni sem hann er að klifra er hann dæmdur úr leik.

Keppandi þarf að byrja með báðar hendur á byrjunargripunum (ef þau eru tvö þarf hann að byrja á þeim báðum), ef það er ekki gert er hann dæmdur úr leik.

Mistök tryggjara

Vanir klifrara eru fengnir til að tryggja þátttakendur en ef þeir gera mistök, t.d. við að gefa út slaka, er það ekki tekið inn í stigagjöf né getur kifrari beðið um að klifra leiðina aftur. Dómarar hafa þó leyfi til að gera undanþágu á þessari reglu ef mistökin hafa veruleg áhrif á tilraun klifrarans.

Vitlaust klippt

Dómarar gefa merki til klifrara ef það er klippt vitlaust í tvist.

Lausar festur

Ef festa losnar í leið sem keppandi er að klifra getur hann fengið að gera aftur þegar síðasta klifrari hefur spreytt sig á leiðinni. Ef hann er síðasti til að klifra leiðina fær hann 10 mínútur í hvíld áður en haldið er í leiðina.

Að komast í úrslit

Efstu fjórir keppendur í hverjum flokki komast í úrslit. Ef það eru fleiri en einn jafnir í 4. sæti þá komast þeir allir í úrslitin.

Keppnisröð

Röð keppenda í fyrri leiðina er handahófskend. Gestaklifrar geta sérstaklega óskað til þess að vera fyrstir að spreyta sig á leiðinni. Röð keppenda í seinni leiðinni er sú sama og í þeirr fyrri.

Tilkall til Íslandsmeistaratitils og gestakeppendur

Aðeins einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt geta gert tilkall til Íslandsmeistaratitilsins. Öllum er hins vegar velkomið að taka þátt í keppninni sem gestakeppendur en þeir raðast ekki í sæti.

Undanúrslit og úrslit

Undanúrslit (fyrri leið):  “Flass” klifur

Þegar fyrri leiðin er klifruð er engin einangrun. Allir keppendur eru saman í salnum og geta fylgst með hinum klifrurunum.

Áður en keppnin hefst þá klifrar leiðasmiður leiðina þannig að allir keppendur sjái hvernig hægt er að leysa hana.
Hver klifrari fær eina tilraun til þess að klifra leiðina.

Úrslit (seinni leið): Klifrað beint að augum

Efstu fjórir klifrararnir úr hverjum flokki spreyta sig á úrslitaleiðinni (leið 2).

Allir klifrarar þurfa að vera í einangrun þannig þeir sjái ekki aðra keppendur reyna við leiðina. Þar hafa þeir aðstöðu til þess að hita upp fyrir klifrið. Klifrararnir fara síðan einn í einu til að reyna við leiðina.

Hver klifrari fær eina tilraun til þess að klifra leiðina.

Ef tveir klifrarar eru jafnir að stigum í seinni leiðinni þá sker árangur þeirra í fyrri leiðinni úr um það hver vinnur (eða er í efra sætinu). En ef árangur þeirra var einnig jafn í fyrri leiðinni þá fara þeir í bráðabana. Um bráðabanaleiðina gilda sömu reglur og í úrslitaleið.