Stökkmót

Reglur fyrir stökkmót

Almennar reglur

 1. Keppendur verða að skrá sig á mótið.
 2. Þegar mótið hefst verður kallað í keppendur með nafni þegar röðin er komin að þeim. Þar af leiðandi verða keppendur að vera staðsettir í salnum á meðan keppni stendur.
 3. Skráðir keppendur sem mæta seint byrja keppni í þeirri hæð sem festan er á þeirri stundu sem þeir mæta.
 4. Allir keppendur verða að vera í klifurskóm.
 5. Ekki er leyfilegt að stökkva með kalkpoka á sér. Kalkpoki verður til hliðar við upphafsfesturnar.

Dænóveggurinn

 1. Veggurinn  hallar um 20°.
 2. Upphafsfestur eru 2 stórar handfestur sem eru festar í sömu hæð á vegginn með 20 cm bili. Neðan við upphafsfesturnar verða fótfestur með reglulegu millibili.
 3. Endafestan sem stokkið er í er stór tveggja handa ‘juggari‘. Festan er færð í beinni línu upp eftir veggnum í 45° gráður út frá vinstri upphafsfestunni.
 4. Fjarlægðin sem er mæld, er fjarlægð milli boltans í endafestunni og boltans í vinstri upphafsfestunni.

Dænóið (stökkið)

 1. Keppendur verða að halda í báðar upphafshandfesturnar með báðum höndum, með vinstri hendi í vinstri festu og hægri hendi í hægri festu. Ekki er leyfilegt að vera með hendur í kross.
 2. Keppendur mega nota hvaða fótfestur sem þeir vilja. Fætur mega ekki snerta upphafshandfesturnar.
 3. Stökk er byrjað um leið og báðir fætur fara af dýnunni. Ef keppandi stígur aftur niður, dettur eða rennur, telur það sem ein tilraun.
 4. Stökk telst gilt þegar keppandi heldur af öryggi með báðum höndum í endafestuna. Dómarar úrskurða hvort keppandi hangir af öryggi í endafestunni eða ekki. Þumalputtareglan er að 2 sekúndur með báðar hendur á festunni er nóg. Úrskurður dómara er endanlegur.
 5. Keppendur hafa leyfi til að sleppa hæð.
 6. Ef keppanda mistekst, þá þarf hann að nota allar tilraunir sínar strax. Hann má taka smá hvíld á milli.

Fyrsta og annað stig mótsins

1. stig – Ef keppendur eru fleiri en 5 í flokki

Keppendur fá 2 tilraunir við hverja hæð. Ef keppanda mistekst að stökkva gilt stökk í bæði skiptin er hann úr leik.
Endafestan er færð um 10cm í senn.

2. stig

Þegar 5 keppendur eru eftir fær hver þeirra 3 tilraunir til að ná hverri hæð. Ef keppanda mistekst að stökkva gilt stökk í öll 3 skiptin er hann úr leik. Ef keppendur eru jafnir eru allar stökktilraunir þeirra fram að síðasta stökki taldar til að úrskurða um sæti. Sá sem hefur gert fæstar tilraunir sigrar. Ef keppendur eru enn jafnir þarf að úrskurða um sæti með bráðabana.
Endafestan er færð um 5cm í senn.

Byrjunarhæðir

 • Stelpur 13-15 ára  – 1.40 m
 • Strákar 13-15 ára – 1.40 m
 • Konur 16 ára og eldri – 1.40 m
 • Karlar 16 ár og eldri – 1.60 m

 Íslandsmet

11-12 ára

KK 
Nafn: Dagur Elinór og Kristinn Logi
Hæð: 1,55 m
KVK 
Nafn: Freyja Björgvinsdóttir
Hæð: 1,6 m

13-15 ára

KK 
Nafn: Hjörtur Andri Hjartarson
Hæð: 2,15 m
KVK 
Nafn: Bryndís Guðmundsdóttir
Hæð: 1,85 m

16 ára og eldri

KK 
Nafn: Andri Már Ómarsson
Hæð: 2,55 m
KVK 
Nafn: Hjördís Björnsdóttir
Hæð: 2,00 m