Byrjenda-boulders

Byrjendaboulder er tveggja vikna grunnnámskeiðum fyrir þá sem hafa áhuga á því að byrja að stunda klifur í Klifurhúsinu og þá sem eru nýlegir og vilja fá kennslu til að geta stundað markvissari æfingar!

Á námskeiði eru þátttakendum kennd öll grunnatriði og hugtök tengd grjótglímu (e. boulder) en það er sú týpa af klifri sem er mest stunduð í Klifurhúsinu.

Klifrað er tvisvar í viku með þjálfara í 1,5 klst. í senn í tvær vikur.

Innifalið í námskeiðinu er mánaðarkort í Klifurhúsið ásamt skóleigu á meðan á æfingum stendur.

Verð: 18.000 kr.

Ath. Þátttakendur í Byrjendaboulder fá 20% afslátt af línuklifursnámskeiðinu Klifur 1.

Mánudaga og miðvikudaga kl.  17:30 – 19:00
Nánari upplýsingar,
dagsetningar og skráningarhnapp
má finna hér fyrir neðan:

Version 2

Upplýsingar:

Á námskeiðinu verður farið yfir

  • Góðar upphitunaræfingar fyrir klifuríþróttina
  • Tæknilegar æfingar á vegg sem hægt er að styðjast við á æfingum eftir að námskeiðinu lýkur til að þróa tækni
  • Hluti eins og að hliðra, flagga og hvar/hvernig á að stíga
  • Nöfn og tegundir á gripum, eins og juggarar, kantar og fl.
  • Hvernig skal lesa leiðir í Klifurhúsinu
  • Hvaða teygjur eru mikilvægar eftir æfingar
  • Ásamt fullt af öðrum áhugaverðum og mikilvægum atriðum tengdum boulderklifri

Tímasetningar:

Mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:30 til 19:00

Næsta námskeið:

    • 31. maí – 9. júní

 

Screen Shot 2014-11-18 at 13.36.57