Handbók fyrir sumarnámskeið barna

Sumarnámskeið í Klifurhúsinu 2019

Börnin mæta alltaf kl 9:00 í Klifurhúsið, Ármúla 23 bakhús (gengið er inn á hlið hússins) og enda daginn þar, ætlast er til þess að allir séu sóttir tímanlega kl. 16:00. En hægt er að greiða fyrir gæslu frá kl 8:30-9:00 og frá 16:00-17:00

Útbúnaðarlisti:

 • Þægileg æfingarföt
 • Hlýjan yfirfatnað eftir veðri ( námskeiðið er aðallega úti.)
 • 3 holl nesti
 • Bakpoka ( ekki bandapoka sem skerst í bakið )
 • Sundföt og handklæði síðasta daginn, ef veður er gott er aðeins farið að busla

Innifalið í verði

 • Grillveisla á síðasta degi

Búnaður sem allir fá að láni

 • Klifurskó
 • Klifurbelti
 • Kalk
 • Hjálmur
 • Allur annar búnaður sem þarf

Annað

Börnin byrja alltaf daginn á frjálsu klifri og æfingu, áður en haldið er út í Öskjuhlíð, Laugardalinn eða Elliðaárdalinn til að klifra og / eða fara í leiki.

Vegna þess hversu mikið námskeiðið fer fram úti er einnig rætt um virðingu fyrir náttúrunni og mikilvægi þess að taka allt rusl með sér aftur tilbaka svo eitthvað sé nefnt.

Dagskráin er spiluð eftir veðri og getu hópsins, en ef að það rignir mikið er meiri áhersla á inniklifur og æfingar og leiki þar.

Ath:

Síðasta daginn er grillveisla og grillaðar eru pylsur og djús eða kókómjólk með, þá þarf aðeins 2 nesti.