Sumarnámskeið 2020

Klifurhúsið heldur heilsdags vikulöng sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Námskeiðin eru frá 8.júní-21.ágúst. Markmið námskeiðsins er að kynna stelpum og strákum fyrir klifuríþróttinni og njóta útiveru.

Uppbygging

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa komið síðustu sumur eða verið að æfa í vetur. Við bjóðum upp á bæði grunnnámskeið og framhaldsnámskeið og svo tvisvar yfir sumarið er vikulangt námskeið fyrir 11-12 ára.

Allir dagar byrja og enda í Klifurhúsinu, en námskeiðið fer samt að mestu fram úti í Laugardalnum, Öskjuhlíðinni og nálægum stöðum. Þangað er ýmist gengið eða farið með strætó. Dagarnir byrja á leikjum og klifuræfingum, áður en haldið er í útiklifur eða útileiki.

Kynntar eru helstu gerðir klifuríþróttarinnar: grjótglíman og línuklifrið sem báðar er hægt að stunda bæði innandyra og utan. Þátttakendur kynnast helsta búnaði klifurheimsins á meðan þau njóta útiverunnar og leika sér.

 • Námskeiðin hefjast alla daga kl. 9 og eru til 16
 • 3 holl af nesti þarf yfir daginn
 • Þægilegan íþróttafatnað og útiföt eftir veðri
 • Góðan bakpoka
 • Sundföt og handklæði fyrir föstudag (fyrir pottapartý í Klifurhúsinu)
 • Nánar um dagskrána hér til hliðar í handbókinni

Gæsla fyrir og eftir:

 • Boðið er upp á gæslu fyrir og eftir námskeiðið: frá 8:00 og milli 16:00-17:00
 • Verð fyrir þjónustuna er : 2.500 kr aukalega

Tímasetningar

Verð og greiðslumáti

Afsláttur

 • 20% systkinaafsláttur er veittur (ath. aðeins er veittur afsláttur á annað barnið)
 • Börn sem eiga árskort fá 30% afslátt

Innifalið

 • Grillveisla á föstudegi: Pylsa og safi
 • Leiga á klifurbúnaði (hjálmur, kalk, klifurbelti og klifurskór)

Skráning fer fram hér

Nóra Leiðbeiningar

Screen Shot 2015-04-13 at 14.00.47