Sumarnámskeið 2021

Vika af fjöri og ævintýrum!

Sumarnámskeið Klifurhússins er vikulangt námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Dagarnir byrja kl. 9 og enda kl. 16 en Klifurhúsið hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að námskeiðið sé skipulagt með þeim hætti að krakkarnir njóti sín sem best. Húsinu er lokað á meðan námskeiðið er í gangi svo það má með sönnu segja að yfir sumarið tilheyrir Klifurhúsið krökkunum og þeirra leik til kl. 16 alla virka daga.

Á námskeiðinu fá krakkarnir tækifæri til að kynnast klifuríþróttinni á sama tíma og þau njóta þess að vera útivið. Meðal annars þá klifra þau inni og úti, heimsækja dýrin í Húsdýragarðinum, taka strætó í Öskjuhlíðina þar sem þau klifra úti í línu, halda pottapartý og læra að gera hnúta.

Nánari lýsingu á hverjum degi fyrir sig má finna í “Handbókinni” hér vinstra megin á síðunni.

Screen Shot 2015-04-13 at 14.00.47

Uppbygging

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa komið síðustu sumur eða verið að æfa í vetur.

Allir dagar byrja og enda í Klifurhúsinu, en námskeiðið fer samt að mestu fram úti í Laugardalnum, Öskjuhlíðinni og nálægum stöðum. Þangað er ýmist gengið eða farið með strætó. Dagarnir byrja á leikjum og klifuræfingum, áður en haldið er í útiklifur eða útileiki.

Kynntar eru helstu gerðir klifuríþróttarinnar: grjótglíman og línuklifrið sem báðar er hægt að stunda bæði innandyra og utan. Þátttakendur kynnast helsta búnaði klifurheimsins á meðan þau njóta útiverunnar og leika sér.

 • Námskeiðin hefjast alla daga kl. 9 og eru til 16
 • 3 holl af nesti þarf yfir daginn
 • Þægilegan íþróttafatnað og útiföt eftir veðri
 • Góðan bakpoka
 • Sundföt og handklæði fyrir föstudag (fyrir pottapartý í Klifurhúsinu)
 • Nánar um dagskrána hér til hliðar í handbókinni

 

Gæsla fyrir og eftir:

 • Boðið er upp á gæslu fyrir og eftir námskeiðið: frá 8:00 og milli 16:00-17:00
 • Verð fyrir gæsluna er: 2.500 kr.

Tímasetningar

Ath. miðað er við bekkjarárið veturinn á undan. 6-7 ára er fyrir krakka sem voru að klára 1-2 bekk, 8-10 ára er fyrir þau sem voru að klára 3-5 bekk og 11-12 ára er fyrir þau sem voru að klára 6-7 bekk.

Verð og greiðslumáti

 • Hvert námskeið kostar 29.000 kr. (eða 23.200 kr. þær vikur sem það er 4 dagar vegna frídaga).
  • Í verðinu felst 35 klst námskeið, strætóferðir í útiklifur, ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, leiga á klifurbúnaði (hjálmur, kalk, klifurbelti og klifurskór) og pylsupartý á föstudeginum.
 • Vakin er athygli á því að Klifurfélag Reykjavíkur getur ekki fellt niður eða endurgreitt námskeiðsgjöld eftir að námskeið er hafið.

Afsláttur

 • 20% systkinaafsláttur er veittur (ath. aðeins er veittur afsláttur á annað barnið)
 • Börn sem eiga árskort fá 30% afslátt

Skráning fer fram í gegnum NÓRA:

Nóra Leiðbeiningar

Screen Shot 2015-04-13 at 14.00.47