Æfingar fyrir 15-17 ára

Vorönn 2018

Image may contain: one or more people, shoes, child and outdoor

Upplýsingar

Iðkendur fá tækifæri til að setja sér markmið og vinna að þeim undir leiðsögn reyndra þjálfrara. Áhersla er lögð á að auka þol, kraft, hraða, liðleika og bæta tækni. Farið er dýpra í línuklifur og hvernig klifuríþróttin getur verið líkamsrækt eða hluti af afreksíþróttamennsku.

Upplýsingaflæði til foreldra fer fram á Facebook-síðunni Foreldrar barna í KH

Miðað er við fæðingarár. Þessi hópur er fyrir ungmenni í 10. bekk grunnskóla til 2. árgangi framhaldsskóla.

Verð og skráning

Skráning fer fram á Nóra og þarf að greiða fyrir æfingar um leið og gengið er frá skráningu. Æfingardagar eru valdir í skráningarferlinu. Athugið að aðeins er hægt að greiða fyrir æfingar gegnum Nóra.

Verð fyrir 2 æfingar á viku:  40.000 kr

Verð fyrir 3 æfingar á viku: 52.000 kr

10% systkinaafsláttur (afslátturinn reiknast af æfingargjöldum allra systkina) 

Screen Shot 2014-11-18 at 13.36.57

Tímasetningar

Þriðjudaga klukkan 18:00-19:30
Miðvikudaga klukkan 18:00-19:00 (aukaæfing)
Fimmtudaga klukkan 18:00-19:30
Laugardaga 15:00-16:30
Sunnudaga klukkan 11:30-12:30 (aukaæfing)

Æfingartímabilið er frá 8. janúar og endar 29. apríl. Gert er ráð fyrir viku í páskafrí.