Æfingar fyrir 7-8 ára

Vorönn 2018

Version 2

Upplýsingar

Jákvæðni og leikur er grunnurinn af æfingunum, og markmiðið að iðkendur öðlist jákvæða reynslu af íþróttaiðkun. Reynt er að þjálfa hreyfiþroska iðkenda með áherslu á styrk, tækni, liðleika og jafnvægi. iðkendur læra að umgangast klifursalinn og kynnast hinum mörgu hliðum íþróttarinnar eins og kalknotkun, mismunandi gripum og einnig fá þau að kíkja í línuklifur.

Upplýsingaflæði til foreldra fer fram á Facebook-síðunni Foreldrar barna í KH

Miðað er við fæðingarár. Þessi hópur er fyrir börn í 2. – 3. bekk.

Verð og skráning

Skráning fer fram á Nóra og þarf að greiða fyrir æfingar um leið og gengið er frá skráningu. Athugið að aðeins er hægt að greiða fyrir æfingar gegnum Nóra.

Athugið að börn geta tekið þátt i æfingum með fleiri en einum hóp ef þess er óskað.

Verð fyrir 1 æfingu á viku:  17.500 kr

Verð fyrir 2 æfingar á viku:  35.000 kr

Verð fyrir 3 æfingar á viku: 47.000 kr*

10% systkinaafsláttur (afslátturinn reiknast af æfingargjöldum allra systkina)
*Ef óskað er eftir að æfa 3 sinnum á viku þarf að skrá iðkanda með því að senda póst á klifurhusid@klifurhusid.is

Screen Shot 2014-11-18 at 13.36.57

Tímasetningar

Mánudaga klukkan 16:15-17:15
Föstudaga klukkan 16:15-17:15
Sunnudaga klukkan 10:15-11:15

Æfingartímabilið er frá 8. janúar og endar 29. apríl. Gert er ráð fyrir viku í páskafrí.