Æfingar fyrir 9-10 ára

Sumarönn 2018

Version 2

Upplýsingar

Jákvæðni og leikur er grunnurinn af æfingunum, og markmiðið að iðkendur öðlist jákvæða reynslu af íþróttaiðkun. Reynt er að þjálfa hreyfiþroska iðkenda með áherslu á styrk, tækni, liðleika og jafnvægi. iðkendur læra að umgangast klifursalinn og kynnast hinum mörgu hliðum íþróttarinnar eins og kalknotkun, mismunandi gripum og einnig fá þau að kíkja í línuklifur.

Upplýsingaflæði til foreldra fer fram á Facebook-síðunni Foreldrar barna í KH

Miðað er við fæðingarár. Þessi hópur er fyrir börn í 4. – 5. bekk.

Verð og skráning

Skráning fer fram á Nóra og þarf að greiða fyrir æfingar um leið og gengið er frá skráningu. Æfingardagar eru valdir í skráningarferlinu. Athugið að aðeins er hægt að greiða fyrir æfingar gegnum Nóra.

Verð fyrir 1 æfingu á viku:  14.500 kr

Verð fyrir 2 æfingar á viku:  29.000 kr

Verð fyrir 3 æfingar á viku: 38.000 kr*

Verð fyrir 4 æfingar á viku: 44.000 kr*

Framhaldshópur: Það bætist við 3500 kr á æfingargjöldin.

10% systkinaafsláttur (afslátturinn reiknast af æfingargjöldum allra systkina)
*Ef óskað er eftir að æfa 3-4 sinnum á viku þarf að skrá iðkanda með því að senda póst á klifurhusid@klifurhusid.is

Screen Shot 2014-11-18 at 13.36.57

Tímasetningar

Mánudaga klukkan 17:30-19:00 – framhaldshópur
Miðvikudaga klukkan 18:00-19:00
Fimmtudaga klukkan 16:45-17:45
Föstudaga klukkan 17:30-18:30

Æfingartímabilið er frá 30. apríl og endar 8. júlí.