Við höfum ráðið Söru Sturludóttur sem rekstrarstjóra Klifurhússins. Hún er að taka við keflinu af Þuru og á sama tíma sem við þökkum Þuru kærlega fyrir síðastliðinn fjögur ár í þessu hlutverki þá bjóðum við Söru hjartanlega velkomna ❤
Sara er með MA í verkefnastjórnun frá HÍ og hefur víðtæka atvinnureynslu sem nýtist í starfi ásamt því að hún þekkir mjög vel hvernig er að vera foreldri innan félagsins. Öll þessi atriði munu klárlega koma sér vel í starfi hennar fyrir Klifurhúsið og við hlökkum til að fá hana í starfsmannahópinn!
Sara mun formleg hefja störf 6. ágúst næstkomandi og við bíðum spennt eftir henni 🤩