Skemmtimót 9. september Elisabet Thea 5 september, 2023

Skemmtimót 9. september

skemmtimot sept 2023 heimasida (1)

Skemmtimót á Laugardaginn 9. september!

Mótið byrjar kl 16:00 og er fyrir 13 ára og eldri. Þetta er skemmtimót með rauðgráðuðum leiðum (5a/V1) og upp úr. Við mælum með því að mæta 30-60 mín fyrir mótið til þess að hita upp og gera sig klár fyrir mótið.

Útdráttarverðlaun í lok móts. Aðeins þeir sem eru á staðnum geta unnið.

Óþarfi að skrá sig á mótið.Mótsgjald: 1500 kr + aðgangur í sal (ef þú ert ekki með kort).

Mótið er opið fyrir klifurum frá öllum félögum. Ath. Við munum ekkert loka salnum í aðdraganda eða á meðan mótinu stendur. Leiðirnar verða aðeins í hluta salarins.

Fyrirkomulag: 25 leiðir (5 í hverju erfiðleikastigi) sem þátttakendur hafa 2 klukkustundir til að klifra. Stundum eru úrslit og þá komast 5-8 í þau (þetta er tilkynnt í upphafi mótsins).

Hlökkum til að sjá ykkur!

Scroll to Top