fbpx
Skemmtimót! Elisabet Thea 3 mars, 2024

Skemmtimót!

Nú er komið að næsta skemmtimóti!

Leiðir mótsins verða undankeppnisleiðir Íslandsmeistaramótsins og hafa keppendur 90 mínútur til klifra.

Eins og venjulega verða vegleg útdráttarverðlaun í lok mótsins (til að fá verðlaun verður keppandi að vera á staðnum þegar þau eru veitt). Þar að að auki er umferðin hluti af Íslandsmeistaramótinu svo keppendur sem tekst að ná nógu mörgum stigum eiga möguleika á að komast í úrslit (haldin 10. mars).

Ekkert þáttökugjald er í almenningsflokknum en til að fá stigablað þarf að skrá sig í gegnum Sportabler (mælum með að gera fyrirfram til að lenda ekki í biðröð):

https://www.sportabler.com/shop/klifurhusid/motagjold/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6Mjc0NjU=?fbclid=IwAR18sx0r8Nn3NSqowsduGlKNjSHGnCDMUwEK2ysum9pJFAX4YgMQAmoa8xE