fbpx
sumaræfingar 10-15 ára Elisabet Thea 11 maí, 2023

sumaræfingar 10-15 ára

Skráning er hafin á sumaræfingar fyrir 10-15 ára!

Yfir sumarið bjóðum við tveggja vikna langt námskeið fyrir 10 – 12 ára og 13 – 15 ára. Það eru tvær æfingar í viku, öllum þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 16 til 18. Ungmennin æfa bæði grjótglímu og línuklifur, sem er stundað bæði innandyra og utan. Ef veðrið er gott verður farið með hópinn út að klifra í Öskjuhlíðina á síðustu æfingunni.

Iðkendur sem hafa verið að æfa hjá félaginu eru í forgangi þegar það kemur að skráningu, en allir eru velkomnir.

Ef fullt er á æfingar verður hægt að skrá sig á biðlista og staðan á biðlistanum gildir þar til lausu plássi er hafnað.

Verð: 11 600.- Innifalið eru 8 klst námskeið, leiguskór, og allur klifurbúnaður sem þarf. 20% systkinaafsláttur er í boði,  sem reiknast af námskeiðsgjaldi hjá seinna systkininu sem er skráð.

Nánari upplýsingar og skráningu er að finna á hér.