fbpx
Hópar admin 22 október, 2021

AFMÆLIS-, SKÓLA-

& VINNUSTAÐAHÓPAR
BÓKANIR

Bókanir og fyrirspurnir skulu berast á klifurhusid@klifurhusid.is eða í síma 553-9455 á skrifstofutíma frá kl. 10 – 16 alla virka daga.

AFMÆLISHÓPAR

Hægt er að bóka afmæli á laugardögum kl. 13:15-14:45 og 15:15-16:45

Afmæli eru haldin í fjölskyldusalnum í Ármúla 21 og hafa afmælisbarnið og vinirnir salinn út af fyrir sig! Afmælið hefst á 60 mín af leikjum og klifri og síðan er gert ráð fyrir 30 mín í veitingar. Ekki er boðið upp á veitingar á staðnum en foreldrum/forráðamönnum er velkomið að panta t.d. pizzu og koma með.

Verð: 21.900 kr.*

*Leiga á skóm er innifalin í verðinu

 

Reglur:

  • Foreldrar/forráðamenn koma með eigin veitingar en borðbúnaður er á staðnum.
  • Hámarksfjöldi er 25 en veitingasalurinn rúmar þægilega ca 20.
  • Skila þarf bæði fjölskyldusalnum og veitingasalnum í því ástandi sem tekið er við þeim.
  • Gestir eru vinsamlegast beðnir að virða tímaramman.
Bókanir
SKÓLAHÓPAR

Hægt að koma með skólahópa til að klifra með þjálfara á virkum dögum. Skipulagið er þannig að fyrst er farið yfir öryggisatriðinn með hópnum og hann hefur síðan klukkustund til að klifra í salnum.

Skipulögð æfingastarfsemi hefst í húsinu kl. 15:00 og þá þurfa allir hópar að vera búnir að klifra. Fyrir stærri hópa, fleiri en 20 þátttakendur, er æskilegt að bóka tíma þannig að hópurinn sé að klára áður en húsið opnar fyrir almenning kl. 11:30.

Verð:
2000 kr. per þátttakenda ef þátttakendur eru færri 8
1500 kr. per þátttakenda ef þátttakendur eru 9-15
1000 kr. per þátttakenda ef þátttakendur eru fleiri en 16

*Leiga á klifurskóm er innifalin í verðinu.

AÐRIR HÓPAR

Það er hægt að bóka heimsóknir fyrir hópa eins og steggjanir, gæsanir, vinnustaðarhópa og fleiri á ólíkum tímum en til þess er best að hafa samband við okkur á klifurhusid@klifurhusid.is og athuga með verð og lausar tímasetningar.

Verðið fer eftir fjölda þátttakenda, lengd heimsóknarinnar og dagskrá.