fbpx
Hópar admin 22 október, 2021

AFMÆLIS-, SKÓLA-

& VINNUSTAÐAHÓPAR
BÓKANIR

Bókanir og fyrirspurnir skulu berast á klifurhusid@klifurhusid.is eða í síma 553-9455 á skrifstofutíma frá kl. 10 – 16 alla virka daga.

AFMÆLISHÓPAR

Aðeins er hægt að koma með afmælishópa frá kl. 18:15 – 20:15 á laugardögum eða sunnudögum en í júní – ágúst er einnig hægt að bóka salinn fyrir hópa frá kl. 10-12 á laugardögum og sunnudögum.

Húsið lokar klukkan 18:00 um helgar sem þýðir að afmælisbarnið og vinirnir hafa allan klifursalinn út af fyrir sig! Afmælisbarnið getur því haft fulla stjórn á tónlistinni og í boði er að fara í leiki (t.d. stoppdans, stórfiskaleik og skotbolta) inni í sal á milli þess sem er klifrað. Eftir 90 mín af klifri og fjöri tíðkast að nýta aðstöðuna í húsinu til að setjast niður og fá sér að borða en reglan er sú að eftir mat er ekki klifrað og með þessum hætti er hægt að nýta þessar 2 klst. til fulls. Ekki er boðið upp á veitingar á staðnum en foreldrum er velkomið að panta t.d. pizzu og koma með.

Verð: 12.000 kr. staðfestingargjald + 1000 kr. per þátttakenda*

*Leiga á klifurskóm er innifalin í verðinu.

Ath. ef það eru fleiri en 20 í hópnum þurfa að vera tveir leiðbeinendur og kostar það auklega 8000 kr.

Bókanir
SKÓLAHÓPAR

Hægt að koma með skólahópa til að klifra með þjálfara á virkum dögum. Skipulagið er þannig að fyrst er farið yfir öryggisatriðinn með hópnum og hann hefur síðan klukkustund til að klifra í salnum.

Skipulögð æfingastarfsemi hefst í húsinu kl. 15:00 og þá þurfa allir hópar að vera búnir að klifra. Fyrir stærri hópa, fleiri en 20 þátttakendur, er æskilegt að bóka tíma þannig að hópurinn sé að klára áður en húsið opnar fyrir almenning kl. 11:30.

Verð:
2000 kr. per þátttakenda ef þátttakendur eru færri 8
1500 kr. per þátttakenda ef þátttakendur eru 9-15
1000 kr. per þátttakenda ef þátttakendur eru fleiri en 16

*Leiga á klifurskóm er innifalin í verðinu.

AÐRIR HÓPAR

Það er hægt að bóka heimsóknir fyrir hópa eins og steggjanir, gæsanir, vinnustaðarhópa og fleiri á ólíkum tímum en til þess er best að hafa samband við okkur á klifurhusid@klifurhusid.is og athuga með verð og lausar tímasetningar.

Verðið fer eftir fjölda þátttakenda, lengd heimsóknarinnar og dagskrá en verðið frá 1000 kr. til 3000 kr. fyrir hvern þátttakenda.