Línuveggur

Réttindi til að klifra í línuveggnum

 • Hægt er að fá kort sem veitir viðkomandi leyfi til að klifra í línuveggnum ef viðkomandi stenst mat. Um er að ræða tvo aðganga, annars vegar fyrir leiðsluklifur og hins vegar fyrir ofanvað.
 • Sótt er um aðgang rafrænt þar sem viðkomandi lýsir færni sinni og bakgrunni auk þess sem lýst er yfir skaðleysi. Sjá umsóknareyðublað hér.
 • Mikilvægt er að hafa í huga að eingöngu þeir sem hafa góða reynslu af leiðsluklifri og/eða ofanvaði fá aðgangskort. Þeim sem skortir reynslu og færni geta sótt námskeið á Klifur 1 og Klifur 2 námskeiðunum.
 • Hægt er að missa réttindin til að klifra í línuveggnum ef klifrari fer ekki eftir þeim reglum sem eru settar.
 • Það þarf að hafa kortið í beltinu sínu þegar klifrað er í veggnum.

GRÆNA KORTIÐ – klifur í ofanvaði

Hæfniskröfur

 • Kunna áttuhnút.
 • Vita hvernig á að klæða sig í belti og muninn á einfaldri og tvöfaldri sylgju.
 • Geta tryggt með túpu og Grigri (með viðurkenndri aðferð KH) klifrara í ofanvaði.
 • Geta brugðist rétt við falli (sem er þá óviðbúið).
 • Kunna að taka fall.
 • Kunna að umgangast línuna. Muna eftir hnúti á endann.
 • Vita hvernig á að ganga frá línunni í toppakkerið.
 • Klifarar notist við félagatékk.
 • Geta svarað spurningum um endingu og meðferð búnaðar (t.d. ending á nyloni).

RAUÐA KORTIÐ – leiðsluklifur

Hæfniskröfur

 • Kunna áttuhnút.
 • Vita hvernig á að klæða sig í belti og muninn á einfaldri og tvöfaldri sylgju.
 • Geta tryggt með túpu og Grigri (með viðurkenndri aðferð KH) í leiðslu.
 • Kunna hvernig á að klippa í tvista og vita hvernig er best að þeir snúi.
 • Geta brugðist rétt við falli (sem er þá óviðbúið).
 • Kunna að taka fall.
 • Kunna að umgangast línuna. Muna eftir hnúti á endann.
 • Vita hvernig á að ganga frá línunni í toppakkerið.
 • Klifarar notist við félagatékk.
 • Geta svarað spurningum um endingu og meðferð búnaðar (t.d. ending á nyloni).

Reglur um gesti í línuvegg

Klifrarar sem hafa réttindi fyrir línuklifurvegginn mega koma með gesti í vegginn (sem er þá ekki með réttindi fyrir vegginn). Þeir taka þá fulla ábyrgð á því að gesturinn fari eftir öllum þeim varúðarráðstöfunum sem gerðar eru til klifrara sem klifra í línu. Klifrarinn (réttindahafinn) má tryggja gestinn en ekki öfugt.

Reglur um ungmenni á aldrinum 16-18 ára

 • Geta sótt um aðgang með sama hætti og aðrir, í gegnum umsónarkerfið, en veita þarf skriflegt leyfi forráðamanns.

Reglur um börn og unglinga 15 ára og yngri

 • Geta sótt um aðgang með sama hætti og aðrir, í gegnum umsónarkerfið, en veita þarf skriflegt leyfi forráðamanns.
 • Þurfa að klifra í veggnum með einstaklingum sem eru 18 ára+ (miðað er við að það séu ekki fleiri en tvö börn í umsjá hvers einstaklings).

 • Mega aðeins tryggja ef þau eru undir leiðsögn einstaklings sem er 18 ára+ sem hefur réttindi fyrir vegginn. Auk þess þarf barnið/unglingurinn að hafa réttindi í vegginn.

 • Börn með verulega reynslu af línuklifri geta fengið undanþágu á þessum reglum og fengið að klifra í veggnum með sömu skilyrðum og 16-18 ára ungmenni ef framkvæmdarstjóri Klifurhússins veitir leyfi.

 

Viðurkennd aðferð Klifurhússins til að tryggja

Með túpu eða reverso:

Með Grigri:

Og í lokinn hvernig á alls ekki að tryggja…